76 – Sorpurðun Vesturlands

admin

76 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn  þriðudaginn 19. nóvember 2013 kl. 16. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Sævar Jónsson, Magnús Freyr Ólafsson, Friðrik Aspelund og Auður H. Ingólfsdóttir sem var í símasambandi.  Halla Steinólfsdóttir boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar. 

Samþykkt.

 

2.   Gjaldskrá

Samþykkt að hækka gjaldskrá ársins 2013.

Almennan úrgang úr 6,95 í 7,10 pr./kg. án vsk. 

Sláturúrgang úr 13,70  kr. í 14,00 kr./kg./án vsk. 

Hækkunin tekur gildi 1. janúar 2014.

 

3.   Uppgjör jan – okt. og fjárhagsáætlun

Lagt fram árshlutauppgjör janúar – okt. og yfirlit yfir magntölur úrgangs á árinu og viðmið við úrgangsmagn ársins 2012.  10.400 tonn hafa verið urðuð á fystu 10 mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra var búið að urða 8.564 tonn.  Munar hér um síldargrútinn sem barst til urðunar úr Kolgrafarfirði í febrúarmánuði.

 

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.  Hún gerir ráð fyrir 9.500 tonnum til urðunar og tekjum upp á 67.469 þús.kr. Samþykkt samhljóða.

 

4.   Starfsleyfi.

a.   Framlengd unganþága frá starfsleyfi.

Starfsleyfið er ennþá í umsagnarferli.  Öðru sinni var óskað eftir undanþágu frá starfsleyfi þann 2. september sl. og hefur svar borist frá Umhverfisráðuneyti og undanþágan framlengd til 1. mars 2014.  Staða starfsleyfisins er sú að það á að komast fljótlega í auglýsingu og er það síðasta ferlið.

 

5.   Umhverfisstofnun.

a.   Könnun á vilja sveitarfélaga og rekstraraðila á samræmdri flokkun.

Lagt fram.

b.    Reglubundið eftirlit

Fulltrúar Umhverfisstofnunar komu í reglubundið eftirlit til Fíflholta mánudaginn 18. nóv. sl. Ákveðið hefur verið að boða til fundar með verkfræðingi, framkvæmdastjóra SV, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og fulltrúum UST í desember n.k.

 

 

 

6.   Framkvæmdir á urðunarstað

a.   Hreinsivirki – verðtilboð

Gerð var verðkönnun varðandi framkvæmd við endurbætur á hreinsivirki frá urðunarreinum.  Lögð fram verðkönnunargögn frá   Borgarverki og Jónasi Guðmundssyni ehf. Borgarverk er með hagstæðasta verð í framkvæmdina og verður samið við þá.  Lagður fram verksamningur.  Samþykkt.

 

b.    Áætlanir yfir verkefni 2013 –  2014

Lokunaráætlun fyrir eldri urðunarstaðinn þarf að vinna.  Framkvæmdastjóra og formanni falið að fylgja því eftir.

 

7.   Samráðsnefnd SV-hornsins

a.   Fundargerð frá 14. október 2013.

Lögð fram.

 

b.    Samkomulag um framkvæmd svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi.

Lagður fram samningur sem undirritaður var árið 2009.  Á síðasta fundi samráðsnefndar SV-hornsins var rætt um samninginn og hvort hann væri í anda þess sem unnið er að í dag.  Niðurstaðan er sú að svo sé.

 

c.    Val fyrir urðunarstað, svör nokkurra sveitarfélaga.

Lögð fram. 

 

8.   Nefnd um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum.

a.   Fundargerð frá 26. ágúst 2013

Lögð fram.

 

9.        Samningur á milli SSV og Sorpurðunar.

Lögð fram drög að samningi milli SSV og Sorpurðunar um umsýslu og ábyrgð á rekstri Sorpurðunar Vesturlands hf.  Samþykkt upphæð fyrir árin 2013 og 2014 800 þús kr. á mánuði, + vsk.

 

10.       Önnur mál.

a.   Fenúrfundur

Haustfundur FENÚR verður haldinn á Vesturlandi í ár, eða 20. og 21. nóvember.  Ráðstefnan verður haldin á Hvanneyri þann 20. nóv. n.k.. Þaðan verður haldið til Stykkishólms með viðkomu í Fíflholtum.  Seinni daginn kynnir hópurinn sér starfsemi sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50.

Fundarritari. Hrefna B. Jónsdóttir