116 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

116 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
FUNDARGERÐ
116. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Mánudaginn 4. nóvember 2013 kl: 16:00 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson, formaður (ÓA)
Sigrún Guðmundsdóttir (SG)
Eyþór Garðarsson (EG)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Dagbjartur mætti ekki og ekki náðist að boða varamann í hans stað.
Formaður bauð fundarmenn velkomin til fundarins og  var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
1.      Fjárhagsáætlun HeV 2014.
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að óbreyttu tímagjaldi og nánast óbreyttu framlagi sveitarfélaga til HeV. Raunlækkun milli ára er rúmlega 4%.  
Fjárhagsáætlun 2014 samþykkt.
 
Einnig var rætt um að fá  starfsmann í sumarafleysingu vegna þess að  starfsmenn HeV eiga erfitt með að taka sitt sumarfrí  á sumarleyfistíma.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að rita sveitarstjórnum bréf og kynna málið.
 
2.      Kolgrafafjörður  Staða mála.
Lögð fram viðbragðsáætlun sem UST hefur samið fyrir ráðherra og kynnt hefur verið í fjölmiðlum. Framkvæmdastjóri greindi frá fundum í samstarfshópi um síldardauða í Kolgrafarfirði. Eyþór ræddi um aðgerðir sem hugsanlega verða notaðir í forvarnarskyni og einnig um aðgerðir sem gripið verður til ef síldardauði í Kolgrafarfirði endurtekur sig.  Allir nefndarmenn tjáðu sig um málið.
 
3.      Fiskimjölsverksmiðja HB-Granda Akranesi – Fráveitumál.
Lagt fram bréf UST frá 19. september s.l til Fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi þar sem fyrirtækinu er bent á að leita ráða hjá heilbrigðisnefnd Vesturlands um mengunarvarnir í fráveitu fyrirtækisins.
Ljóst er að samkvæmt fyrirliggjandi mælingum eru svifagnir og COD í sjó, sem notaður er í verksmiðjunni, með hærra gildi en mælingar sömu efna sýna eftir rennsli í gegnum fitugildru. Verkís hf sá um sýnatökur fyrir verksmiðjuna.
Fráveita  verksmiðjunnar er ekki tengd fráveitu Akraneskaupsstaðar heldur fer útí sjó utan við hafnargarð. Við útrás í sjó eru miklir straumar og ekki að sjá  útfellingar eða fastan úrgang þar.
Samkvæmt ofangreindu gerir heilbrigðisnefnd Vesturlands ekki athugasemdir við frárennsli í sjó frá verksmiðjunni. 
 
 
4.      Urðun dýrahræja – Verkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Framkvæmdastjóri greindi frá verkefninu sem snýst um urðun dýrahræja í tilraunaskyni  á þremur stöðum í Borgarbyggð og lagði fram tillögu að verkferlum sem samdir voru i samráði við Matvælastofnun.
Heilbrigðisnefnd samþykkir  verkferla en  bendir á að áður en leyfi sé  gefið út verði send inn tilkynning til  Borgarbyggðar um væntanlega urðunarstaði ásamt hnitsetningu þeirra.
 
5.      Hagstofan  – Beiðni um upplýsingar.
Lagt fram  bréf frá 18. október s.l frá Hagstofu Íslands um beiðni um aðgang að mæliniðurstöðum úr sýnatökum heilbrigðiseftirlits,  bæði úr matvælaeftirliti og vatnssýnatökum.
Samþykkt að verða við beiðni Hagstofu.
 
6.      Laxeyri ehf. Húsafelli – Framhald málsins.
Fyrirtækið hefur lagt fram gögn vegna mengunarvarna og tímasetta áætlun fyrir starfsemina á Húsafelli.   
Heilbrigðisnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að Borgarbyggð veiti framkvæmdaleyfi.
 
7.      Alifuglabúið Fögrubrekku, Hvalfjarðarsveit –  Beiðni um framlengt starfsleyfi.
Rekstraraðili hefur beðið um að fá lengri starfsleyfistíma en 6 mánuði í senn. Ljóst er að skipulag svæðisins hefur verið breytt og samræmist ekki þessum rekstri.
Samþykkt að beina því til rekstraraðila að sækja um undanþágu til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um starfsleyfi.
 
8.       Stjörnugrís Melum – Undanþága vegna dreifingartíma.
Fyrirtækið sótti  um undanþágu til dreifingar á svínamykju þann 25. október s.l. þar sem illa hefur gengið að dreifa mykjunni í sumar vegna slæms tíðarfars. Sótt er um undanþágu til 20. nóvember n.k.
Gefin hefur verið undanþága frá 1.- 4. nóvember 2013.
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþáguna og vísar til ákvæða í starfsleyfi þar sem aðeins er heimilt að gefa út undanþágu til viku í senn. Þannig ber að endurskoða heimild til undanþágu vikulega. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu og meta ástandið hverju sinni.
 
9.      Starfsleyfi frá síðasta fundi:
a.      Bjarmar ehf,  Kalmansvöllum 3, Akranesi. Vélaverkstæði og vélaleiga- Endurnýjun.
b.      FM Iceland ehf, Smiðjuvöllum 17 Akranesi. Netverslun. – Breytt leyfi.
c.       Ljómalind/Dóra Líndal. Heimavinnsla matvæla í Grunnskólanum Borgarnesi.- Nýtt.
d.      Sigríður Hálfdánardóttir. Heimavinnsla matvæla í Grunnskólanum í Borgarnesi.- Nýtt
e.      Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. –Nýtt
f.        Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska Húsið, Hafnargötu 5, Stykkishólmi.-Nýtt
g.      Kaffi Ást, Kirkjubraut 8, Akranesi. Kaffihús og matvöruverslun.- Breytt starfsemi.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
 
 
 
 
10.  Umsagnir  til sýslumanns (afgreitt frá síðasta fundi):
a.      Skólastígur 21, Valgrímshús, Stykkishólmi. Hjörtur Eiríksson sf- Gisting, íbúð. – Nýtt.
b.      Búlandshöfði, Grundarfjörður. Gisting, íbúð. Eyrarsveit ehf – Nýtt
c.       Farfuglaheimilið Borgarnesi, Borgarbraut 11-13 Borgarnesi. Tourist Online ehf.- Endurnýjun.
d.      Stóra Borg 2, í landi Eskiholts Borgarbyggð.  Gisting, sumarhús. Cabin og Art ehf – Nýtt
e.      Hótel Á, Kirkjubóli, Borgargbyggð. Hótel. Ragnar Sigurðsson slf.- Nýr rekstraraðili.
f.        Veiðihúsið við Straumfjarðará, Dal, Eyja- og Miklaholtshreppi. Snasi ehf. – Endurnýjun.
g.      Varmabrekka 2, í landi Ytri-Skeljabrekku, Borgarbyggð. 3 sumarhús. – Nýtt.
 
Lagt fram.
 
11.  Umsagnir vegna tækifærisleyfa
a.      Faxaborg Borgarnesi, dansleikur Sauðamessu 5. október 2013
b.      Bifröst Borgarbyggð, Októberfest 11. október 2013. Nemendafélag Háskólans á Bifröst.
c.       Jaðarsbakkar Akranesi, herrakvöld ÍA 2. nóvember 2013, Knattspyrnufélag ÍA.
d.      Félagsheimilið Brúarási, árshátíð sauðfjárbænda 25. október 2013 Kvenfélag Hálsasveitar.
e.      Félagsheimilið Brautartungu, Land Rover ball 1. nóvember 2013
f.        Hjálmaklettur Borgarnesi, Nemendafélag Menntaskólans, Samstarfsverkefni framhaldsskóla á Vesturlandi 31. október 2013.
Lagt fram.
 
12.  Aðrar umsagnir.
Skipulag skólalóðar Grunnskólans í Stykkishólmi sent til byggingafulltrúa.
Starfsleyfi sláturhúss í Brákarey, Borgarnesi vegna beiðni um undanþágu sökum skipulagsmála. Umsögn send til umhverfis-og auðlindaráðuneytis.
Aðalskipulagsbreyting í landi Skerðingsstaða við Grundarfjörð. Umsögn send til byggingafulltrúa.
Aðalskipulagsbreyting í Dalabyggð, í landi Höskuldsstaða og við Fellsenda. Umsögn send til byggingafulltrúa.
Gæludýrasamþykkt fyrir Snæfellsbæ, umsögn.
 
Lagt fram.
 
13.  Önnur mál:
·         Hvalreki.
Framkvæmdastjóri greindi frá að nokkra hvali hefði  rekið á land á fjörur á Mýrum í haust og áður höfðu tugir grindhvala drepist á norðanverðu Snæfellsnesi í september byrjun.
Það er afstaða Umhverfisstofnunar að láta  hvalahræ liggja afskiptalaust nema að annað sé ákveðið.
 
·         Brauðgerð Ólafsvíkur    Framhald máls. Vanmerktar vörur.
Rekstraraðili hefur  gert breytingar á merkingum matvæla í neytendaumbúðum.
 
·         Tillaga UST að breytingum á reglum um urðun sóttmengaðs úrgangs.
Bréf Umhverfisstofnunar til heilbrigðisnefndar frá  8. október 2013 lagt fram.
Heilbrigðisnefnd  tekur undir tillögu Umhverfisstofnunar um einföldun á  verkreglum með eyðingu sóttmengaðs úrgangs en bendir á  nauðsyn þess  að Umhverfisstofnun tilkynni viðkomandi heilbrigðisnefnd um urðun sóttmengaðs úrgangs á þeirra svæði enda eru heilbrigðisnefndir með eftirlit mengunarvarna á alifuglabúum.
 
·         Lokun urðunarstaðar á Akranesi.
Bréf frá UST  til Akraneskaupsstaðar 3. okt s.l lagt fram þar sem gert er grein fyrir lokunaráætlun urðunarstaðarins við Berjadalsá.  Akraneskaupsstaður lagði fram áætlun um lokun fyrr í sumar.
Lagt fram.
 
·      Breyting á reglugerð  nr. 941/ 2002.  Umsögn frá SHÍ til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 16. október s.l
Lagt fram.
 
·         Aðalfundur SHÍ  28. okt. s.l (Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi)
Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá aðalfundi SHÍ sem haldinn var 28. október í Reykjavík. Fundargerð hefur ekki borist.
 
·         Haustfundur HES 28. okt. og 29. okt. sl.
Framkvæmdastjóri greindi frá helstu atriðum í dagskrá haustfundar HES. Á haustfundinn mæta starfsfólk heilbrigðiseftirlitssvæða, Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og tilheyrandi ráðuneyta. Fundargerð hefur ekki borist.
 
 
 
Fundi slitið kl: 17:50