114 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

114 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
FUNDARGERÐ
114. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Mánudaginn 10. júní 2013 kl: 10:00 var haldinn fundur símafundur hjá
 Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
 
Á fundinum voru:
Sigrún Guðmundsdóttir, formaður (SG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Dagbjartur Arilíusson (DA)
Eyþór Garðarson (EG)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
Trausti Gylfason (TG)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Ólafur Adolfsson mætti ekki og enginn varamaður kom í hans stað.
Formaður bauð fundarmenn, sérstaklega nýjan nefndarmann Þröst Ólafsson,  velkomin til fundarins og  var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
 
Almenn mál:
1.      Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og gerð viðauka sbr. bréf frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga frá 31.05.´13.
Framkvæmdastjóri kynnti efni bréfsins.
Lagt fram.
 
2.      Urðarfellsvirkjun. Niðurstaða Skipulagsstofnunar frá  06.05´13.
Framkvæmdastjóri greindi frá niðurstöðu Skipulagsstofnunar um ákvörðun um mat á umhverfisáhrifum vegna Urðarfellsvirkjunar. Send var auka umsögn vegna málsins til Skipulagsstofnunar þann 30. apríl (sjá 18.lið).
Lagt fram
 
3.      Aðalskoðun leikvalla. Bréf frá Umhverfisstofnun frá 24.04.´13,  til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis (UAR) vegna málsins.
Framkvæmdastjóri fór yfir  málið og þær reglur sem gilda um skoðun leikvalla og leiktækja.
Nefndin lýsir yfir undrun sinni á því að Umhverfisstofnun gangi  erinda einkafyrirtækis  vegna aðalskoðanna leikvalla og jafnframt að UST kvarti  við UAR um að heilbrigðisnefndir beiti ekki þvingunaráhrifum þar sem aðalskoðun er ekki sinnt.
Heilbrigðisnefndin hvetur UAR til að endurskoða ákvæði um aðalskoðun í  reglugerð nr. 942/2002  um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.
 
 
 
 
 
4.      Gistiheimili- fjöldi gesta í gistiheimilum/-skálum
Framkvæmdastjóri greindi frá því að brögð væru að því að gistirými á hvern gest á gististað færi niður í um tvo fermetra. Í reglugerð nr. 941/2002 er svefnrými á hvern starfsmann í starfsmannabúðum miðað við minnst  4 m2.
Ekki er að finna sambærileg ákvæði um gesti á gistiheimilum.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að senda Umhverfis- og auðlindaráðherra bréf vegna þessa og óska eftir breytingum á reglugerð nr. 941/2002 um þetta mál.
 
5.       Rými á barn í leikskóla. Bréf frá UST 23.04.´13.
Framkvæmdastjóri greindi frá ósamræmi í reglugerðarumhverfi fyrir skólastofnanir þegar bornar eru saman reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og reglugerð um leikskóla nr. 655/2009.
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis þar sem lagt er til reglugerðarbreyting  á 37. gr reglugerðar nr. 941/2002 um að rými á hvern nemenda sé 3 m2 í leikskóla.
Samþykkt að senda Umhverfisráðuneyti erindi og óska eftir að heildar endurskoðun á reglugerð 941/2002 um hollustuhætti verði flýtt.
 
6.      Skriðuland í Dalabyggð, rekstur olíumannvirkja Skeljungs. Bréf Skeljungs, dags. 04.06.2013 til HeV, þar sem sótt er um undanþágu fyrir einn 9000 L dieselolíutank til 1. maí 2014.
Framkvæmdastjóri fór yfir feril málsins og lagði fram gögn frá Skeljungi sem er eigandi olíumannvirkja á Skriðulandi.
Samþykkt að veita undanþágu til 1. maí 2014.
 
7.      Starfsleyfi fyrir sláturhús í  Brákarey, Borgarnesi- Tillaga að starfsleyfi.
Sláturhús Vesturlands ehf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir sláturhús í Brákarey í húsnæði þar sem áður hefur verið starfrækt sambærileg starfsemi. Sveitarfélagið auglýsti nýlega breytt deiliskipulag á svæðinu.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi tillögu samhliða auglýstri deiliskipulagstillögu sveitarstjórnar. Framhaldið ræðst síðan af meðferð sveitarstjórnar á skipulaginu.
 
8.      Starfsleyfi fyrir fiskþurrkun á  Refsstöðum, Hálsasveit.Tillaga að starfsleyfi.
Þurrfiskur ehf hefur sótt um starfsleyfi fyrir heitloftsþurrkun á Refsstöðum Hálsasveit, Borgarbyggð.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um að reksturinn falli að gildandi skipulagi.
 
9.      Bréf frá Laxeyri ehf.  frá 02.05.´13.- Framhald máls.  
Lagt fram bréf frá Laxeyri ehf.  þar sem beðið er um frest til  1. júlí n.k að tilgreina framkvæmdir við hreinsivirki á starfstöð fyrirtækissins á Húsafelli.
            Samþykkt að veita umbeðinn frest.
 
10.  Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Akranesi. 
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, frá 14.05.2013, um auglýsingu á starfsleyfisdrögum fyrir Fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Frestur til athugasemda er 16. júlí n.k.
Lagt fram.
 
 
11.  Útstreymisbókhald Sorpurðunar Vesturlands.
Framkvæmdastjóri kynnti bréf frá Umhverfisstofnun til Sorpurðunar Vesturlands, frá 3.04´13, um útstreymisbókhald fyrirtækisins.
Lagt fram.
 

  1. Starfsleyfi frá síðasta fundi:

a.      Djúpiklettur Norðurgarði C.  Fiskmarkaður Grundarfirði. – Endurnýjun.
b.      N1 Hyrnan, Brúartorg 1, Borgarnesi – Bensínafgreiðsla  og veitingar – Nýtt
c.       Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vegna vegklæðningar á Vesturlandi.- Nýtt, tímabundið leyfi.
d.      Hundastapi ehf. Sultugerð  í eldhúsi Ensku húsunum við Langá.- Nýtt
e.      Hrognavinnsla Jóhanns Ásgeirssonar Akureyjum, Helgafellssveit- Endurnýjun
f.        Símenntun Vesturlands Suðurgata 57 á Akranesi – Kennsluhúsnæði. Nýtt
g.      Kaja Organic Kalmansvöllum 3, Akranesi- Heildsala-. Nýtt
h.      Blómasetrið ehf Skúlagötu 13, Borgarnesi.- Veitingastofa.- Nýtt
i.        Hárstofan Stykkishólmi, Borgarbraut 1.  Endurnýjun.
j.        Dagvistun Mettubúð, Ólafsbraut 4, Ólafsvík.- Nýir rekstraraðilar.
k.       Ship O Hoj. Brúartorgi 4. Veitingastaður og matvöru verslun.- Nýtt.
l.        Ljómalind Sólbakka 2, Borgarnesi. Markaður- Nýtt. Tímabundið leyfi.
m.    Fiskmarkaður Íslands hf  á Arnarstapa. Fiskmarkaður.-Nýtt
n.      Fiskmarkaður Íslands hf Rifi. Fiskvinnsla.- Endurnýjun
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi
 

  1. Umsagnir  til sýslumanns (afgreitt frá síðasta fundi):

a.      Eystra Miðfell, Hvalfjarðarsveit, 2 sumarhús- Endurnýjun
b.      Birkilundur 41 Sauraskógi Helgafellssveit. Sumarhús- Nýtt
c.       Nýpur Skarðströnd Dalabyggð.- Gisting – Nýtt
d.      Litla- Lambhagaland, Hvalfjarðarsveit – Sumarhús.- Nýtt
e.      Laufásvegur 31 Stykkishólmi. Gisting, íbúð. –Nýtt
f.        Hafnargata 4, Sjávarborg, Harbour Hostel, Stykkishólmi – Nýtt- (Samþykkt með skilyrðum)
g.      Hótel Framnes, Grundarfirði. –Endurnýjun
h.      Tangagata 5, Stykkishólmi. Gisting, íbuð. -Nýtt- Samþykkt með skilyrðum
i.        Egilsgata 4, Skúlagata 21, Borgarnesi. Íbúð/heimagisting- Nýtt/endurnýjun
j.        Egilsgata 6, Borgarnesi. Egils Guesthouse.- Gisting, 4 íbúðir –Nýtt
k.       Hreðavatnsskáli Norðurárdal. Island Tours Iceland. Gisting– Nýtt
l.        Staðarhús, Borgarbyggð. Gististaður og veitingar. –  Nýtt
m.    Hótel Hamar, Borgarnesi vegna Golfskálans á  Hamri. Gisting, móttökueldhús. –Eigendaskipti.
n.      N1 Hyrnan, Brúartorg 1, Borgarnesi – Bensínafgreiðsla  og veitingar – Nýtt
o.      Ensku Húsin, Mýrum, Borgarbyggð – Gisting og veitingar. – Eigandaskipti
p.      Bjarteyjarsandur, Hvalfjarðarsveit- Ferðaþjónusta.- Eigendaskipti
q.      Blómasetrið ehf Skúlagötu 13, Borgarnesi.- Veitingastofa.- Nýtt
r.       Skessubrunnur, Tunga, Hvalfjarðarsveit.- Veitingar. –Nýtt
s.       Ferðaþjónustan Þurranesi, Dalabyggð. – Gisting, veitingastofa.- Nýtt/endurnýjun
t.        Kaffi Rúben, Grundargötu 59, Grundarfirði- Veitingar.- Eigendaskipti
u.      Kaffi Belgur, Grundarbraut 2, Ólafsvík.- Veitingahús.- Nýtt.
v.       Fjöruhúsið, Hellnum.- Endurnýjun.
Framlagt.
 

  1. Umsagnir vegna tækifærisleyfa

Félagsheimilið Lyngbrekka, Borgarbyggð. Samkór Mýramanna söngskemmtun. 19.   04.13
Reiðhöllin Vindási, Borgarnesi. Selás ehf, dansleikur 24.04.13
Félagsheimilið Logalandi, Ungmennafélag Reykdæla. Dansleikur 08.06.13
       Framlagt.
 

  1. Tóbakssöluleyfi. (útgefið til 4 ára)

Island Tours Iceland ehf, Hreðavatnsskála, Borgarbyggð.
Olíuverlsun Íslands hf, Suðurgata 10 Akranesi.
Olíuverlsun Íslands hf, Esjubraut 45 Akranesi.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
 

  1. Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.

N1 Hyrnunni Borgarnesi.  9 einstaklingar. Ábyrgðarmaður er Sigurður Guðmundsson, stöðvarstjóri N1.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands staðfestir undanþágurnar.
 

  1. Unglingar selja tóbak?

Rætt um þann grun að nokkrir verslunarstaðir á Vesturlandi með tóbakssöluleyfi séu með unglinga undir 16 ára aldri við afgreiðslu á  tóbaki.
Þetta mál mun skoðað sérstaklega og gerðar viðeigandi ráðstafanir.
 

  1. Aðrar umsagnir.
  1. Urðarfellsvirkjun  við Húsafell. Vegna mats á umhverfisáhrifum. Umsögn nr. 2 send Skipulagsstofnun 30. apríl s.l

Lagt fram.
 

  1. Umsögn  vegna breytinga á lögum nr. 7/1998. Sent til nefndar um endurskoðun laganna.

Framkvæmdastjóri greindi frá vinnu við breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem staðið hefur yfir í nokkurn tíma. Lögð fram drög að lagabreytingu frá nefnd um endurskoðun laganna og bréf frá HeV til nefndarinnar um breytingarnar vegna framkominna draga.
Lagt fram.
 

  1. Önnur mál:

·         Sýnataka af sjó á Langasandi
Greint frá áframhaldandi sýnatökum af sjó í sumar við Langasand á Akranesi vegna Bláfánaverkefnis.
 
·         Úrskurður kærumála til Umhverfisráðherra- Seinagangur í kerfinu.
Starfsleyfi fyrir slógdreifingu á Félagsbúinu Miðhrauni II sem heilbrigðisnefnd gaf út í september 2011  var kært til ráðherra umhverfismála. Úrskurður hefur ekki verið kveðinn upp rúmum 20 mánuðum seinna þrátt fyrir gefin fyrirheit ráðuneytisins þar um.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að rita ráðherra bréf þar sem málið verði tíundað og óskað eftir afskiptum hans af málinu
 
 
·         Kolgrafarfjörður – Staða mála, Framhald.
Framkvæmdastjóri og Eyþór Garðarsson fóru yfir stöðu mála í Kolgrafarfirði. HeV hefur tvisvar sinnum tekið sýni úr Eiðisvatni við bæinn Eiði til að meta ástand stöðuvatnsins. Ein sýnataka verður til viðbótar í júnímánuði.
 
·         Laugafiskur- Kvartanir.
Framkvæmdastjóri greindi frá kvörtunum sem koma frá einum íbúa á Akranesi vegna starfsemi Laugafisks.
HeV hefur ekki getað staðfest að starfsleyfi Laugafisks hafi verið brotið á undanförnum árum.
 
·         Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 19. apríl s.l.
Framlögð gögn frá fundinum.
 
·         Bréf SSV til Umhverfisráðherra og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um framsal eftirlit frá Ust til Mast til HeV, frá 6. og 7. júní s.l.
Framlagt.
 
·         Tilhögun funda HeV.
Rætt var um  tilhögun funda hjá nefndinni varðandi símafundi og aðra stjórnarfundi. Fram kom í umræðum að ánægja væri með símafundi en einnig væri nauðsynlegt að nefndin hittist reglulega.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:20