96 – SSV stjórn

admin

96 – SSV stjórn

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn 23. maí 2013 kl. 10 á Hótel Hamri,  Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Jón Þór Lúðvíksson og Hallfreður Vilhjálmsson.  Áheyrnarfulltrúar mættu ekki.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.  Gestur fundarins undir lið 5 – 8, Vífill Karlsson.

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.

 

1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt

 

2. Ársreikningur SSV
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga samtakanna.  Reikningurinn er talsvert frábrugðinn þetta árið vegna þess að almenningssamgönguverkefnið er rekið innan SSV og kemur inn í uppgjör.  Heildartekjur voru 232 millj. kr. Rekstrargjöld 247 millj. kr. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði kr.15.325.901.  Fjármunatekjur eru 394.702.    Tap ársins kr. 14.931.199 kr. 

Rekstrarhalli á verkefni almenningssamgangna nam 21,2 millj. kr. á árinu 2012.
Hins vegar varð rekstrarafgangur af rekstri SSV upp á 6.293.370 kr.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.

 

3. Sóknaráætlun.
a. Sóknaráætlun Vesturlands.
Hrefna sagði frá fundi landshlutasamtaka og stýrinets  Stjórnarráðsins sem haldinn verður 27. maí n.k.  Rætt um efni fundarins.
b. Fundargerð stýrinets Stjórnarráðsins 08.04.13
Lögð fram.

 

4. Almenningssamgöngur
a. Bókun – Heimild frá stjórn
Vegna sveiflna í tekjum í rekstri almenningssamgangna óskaði framkvæmdastjóri eftir því að stjórn SSV samþykkti bókun þar sem SSV fengi heimild til að lána verkefninu fjármagn.  Fjármagn mun vanta inn í reksturinn í maí og júní, eða uns farþegatekjur skila sér betur inn í reksturinn.

Stjórn SSV veitir starfsmönnum SSV heimild til að lána verkefni almenningssamgangna fjármagn til að brúa fjármagnsvöntun verkefnisins.  Allt að 16. millj. kr.
Stjórnarmenn lýstu áhyggjum sínum yfir fjárhagsstöðu verkefnisins en vitnuðu til þess að verkefnið hefði verið kynnt á þessum nótum í upphafi.  
Samþykkt.


5. Málefni fatlaðra
a. Fundargerð frá 2.maí 2013.
Lögð fram og staðfest.

Vífill Karlsson kom inn á fundinn.
b. Vinna starfshóps
Formaður fór yfir aðkomu Vífils Karlssonar  að úttekt á málefnum fatlaðra á Vesturlandi.
c. Ársreikningur ársins 2013
Lagður fram og staðfestur.  Varasjóður er 13 millj. kr.
d. Erindi Akraneskaupstaðar
Tekið fyrir erindi Akraneskaupstaðar þar sem sótt er í varasjóð Þjónustusvæðisins.  Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
e. Fjárhagsáætlun ársins 2014
Framkvæmdastjóri SSV fór yfir fjárhagsáætlanavinnu Þjónusturáðs og uppgjör ársins 2012.
f. Erindi Þjónusturáðs Vesturlands
Tekið fyrir erindi Þjónusturáðs Vesturlands sem varðar fjárhagsáætlanagerð ársins 2013.  Samþykkt að funda með Þjónusturáði þriðjudaginn 28. maí kl. 13.  Boða til fundarins fulltrúa félagsþjónustusvæðanna þriggja.  Formanni og varaformanni falið að sitja fundinn.

 

6. Fundargerðir
a. Markaðsstofa Vesturlands aðalfundur 19.04.13
b. Vaxtarsamningur 14.03.2013
c. Sorpurðun Vesturlands stjórnarf. 5. mars og aðalfundur 19.04.2013
d. Menningarráð  aðalfundur 19.04.2013
e. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands aðalf. 19.04.2013
f. Eyþing 20.02. og 19.04.2013
g. SSNV 19.04.13
h. Fjórðungssamband Vestfirðinga 13.03 og 30.04 2013
Lagðar fram.


Í tengslum við fundargerð Heilbrigðiseftirlitsins var rætt um eftirlitsiðnaðinn.  Samþykkt að óska eftir fundi með nýjum ráðherra umhverfismála.
Framkvæmdastjóra falið að draga upp þær ályktanir sem sendar hafa verið frá stjórn og aðalfundi SSV varðandi eftirlitsiðnaðinn.

 

7. Dagsetning aðalfundar
Formaður fór yfir hugmyndir að uppleggi næsta aðalfundar og dagsetningu.  Samþykkt að halda fundinn í Borgarnesi dagana 12. og 13. September n.k.  Hér er um ákveðna nýbreytni að ræða en fundinn á að halda á fimmtudegi og föstudegi.

 

8. Önnur mál.
a. Aðalfundir 19. apríl 2013.
Undir lið 6 eru lagðar fram fundargerðir aðalfunda frá 19. apríl sl.
Rætt um vel heppnaðan dag.

 

b. Refur og minkur – greinargerð Náttúrustofu Vesturlands lögð fram.
Í kjölfar umræðu um refa- og minkaveiðar á stjórnarfundi þann 25. júní 2012 var leitað til Náttúrustofu Vesturlands um samantekt.  Náttúrustofa hefur nú skilað greinargerð um veiðar minks og tófu.

Bjarki þakkaði greinargóða greinargerð frá Náttúrustofu og tóku menn undir það.  Einnig reifaði Bjarki þá hugmund að senda nýjum ráðherra niðurstöður greinargerðarinnar.  Var það samþykkt.

Gert hlé á fundi kl. 11:30 til að sitja fund Framkvæmdaráðs Vesturlands.
Fundi fram haldið kl. 13:20

 

c. TAIX ferð til Finnlands, Ingibjörg Valdimarsdóttir.
Ingibjörg flutti erindi um ferð fulltrúa SSV til Finnlands.

 

 Ný fésbókarsíða SSV
Vífill sagði frá nýrri fésbókarsíðu SSV og spurningakönnun sem er í gangi.  Rætt um dreifibréf sem kynnti könnunina og fundarmenn beðnir um að minna fólk á að skrá sig til þátttöku inni á heimasíðu SSV.

 

Laun strætónefndar
Formaður SSV flutti tillögu þess efnis að strætónefndin fengi greitt samkvæmt nefndataxta SSV.  Samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 14:15
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:45
Fundarritari: HBJ