72 – Sorpurðun Vesturlands

admin

72 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn föstudaginn 14. september 2012 kl. 15. á skrifstofu SSV í Borgarnesi. Mættir voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Magnús Freyr Ólafsson, Þröstur Ólafsson, Halla Steinólfsdóttir og Auður Ingólfsdóttir.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð. Friðrik Aspelund boðaði forföll en hann var staddur erlendis.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.    Fjármál og áætlanagerð

2.    Starfsleyfi.

3.    Gas á urðunarstöðum.

4.    Samráðsnefnd SV-hornsins.

5.    Fundargerð síðasta fundar

6.    Önnur mál.

 

Formaður, Kristinn Jónasson, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.   Fjármál og áætlanagerð

a.    Árshlutauppgjör

Framkvæmdastjóri lagði fram uppgjör fyrir tímabilið janúar til og með  ágúst 2012.

Í fjárhagsáætlun árið 2012 var reiknað með 8 milljónum kr. í sérfræðivinnu vegna starfsleyfis en sá kostnaður er talsvert hærri eða 11,8 eins og staðan er um miðjan september. Sérfærðingar hafa að mestu skilað sinni vinnu.

 

b.   Gjaldskrá og ábyrgðargjald

Samþykkt að hækka gjaldskrá ársins 2013.

Almennan úrgang úr 6,50 í 6,95 pr./kg. án vsk.  Sláturúrgang úr 13 kr. í 13,70 kr./kg./án vsk.

 

Hluti af heildarhækkun kemur til vegna ábyrgðargjalds sem rennur í sjóð til að standa undir vöktun urðunarstaðarins í 30 ár eftir lokun hans.  Samþykkt að hækka ábyrgðargjald úr 0,30 kr/pr/kg í 0,45 kr/pr/kg. án vsk. Ábyrgðargjaldið er því innifalið í urðunargjaldi og hækkar því verðskrána um 0,15 kr.pr.kg. að þessu sinni.   

  

c.    Magn úrgangs.

Það sem af er þessu ári, tímabilið janúar – ágúst, hafa verið urðuð 6.827 tonn.  Áætlað magn til ársloka er um 9.700 tonn sem er mjög svipað og árið 2011.

 

d.   Fjárhagsáætlun

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.  Talsverð vinna er eftir í tengslum við endurnýjun starfsleyfis sem erfitt er að áætla kostnað yfir.

 

2.   Starfsleyfi.

a.    Umsókn

Lögð fram umsókn sem send var umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna umsóknar um árs undanþágu frá starfsleyfi.  Er umsóknin unnin með vitund UST sem hefur gefið jákvæða umsögn til ráðuneytisins. Starfsleyfið rann út þann 14. ágúst sl. en þegar ljós var að ekki næðist að standast tímasetningar var UST tilkynnt þar um og hafa fulltrúar stofnunarinnar fylgst með vinnu sérfræðinga í undirbúningsferli.

 

b.   Botnþétting – jarðfræðilegir tálmar.

Lögð fram skýrsla Ómars Bjarka Smárasonar, jarðfræðings.

 

c.    Áhættumat og viðbragðsáætlun vegna mögulegrar hættu á bráðamengun og áhættumat fyrir Fíflholt.

Lagðar fram skýrslur sem unnar hafa verið af Gunnari Svavarssyni en starfar hjá Verkfræðistofunni Eflu.

Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni yfir vel unnum skýrslum.

 

d.   Gassöfnun.

Verkfræðistofan Mannvit hefur unnið úr gasmælingum sem fulltrúar frá Sorpu unnu á árunum 2010 og 2011. Í framhaldinu var unnið að forhönnun á gassöfnunarkerfi í urðunarrein nr. 4.

 

Leitað var til Mannvits vegna gassöfnunarkerfis þar sem þar innanhúss er þekking sem hefur byggst upp í tengslum við þjónustu við urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi.

 

3.   Gas á urðunarstöðum.

a.    Mastersverkefni.

Greint frá nemendaverkefni um oxun metans sem unnið er í Fíflholtum um þessar mundir.  Það er Alexandra Kjeld, sem er mastersnemi við umhverfisdeild HÍ, sem vinnur verkefnið.  Tilgangurinn er að skoða uppstreymi metans frá urðunarstaðnum og hvort draga megi úr því með oxandi yfirlagi.

Rætt um ákveðna kostnaðarliði sem koma hugsanlega til í vinnslu verkefnisins.

 

  

4.   Samráðsnefnd SV-hornsins.

Kristinn og Hrefna greindu frá fundi samráðsnefndar SV-hornsins sem haldinn var þriðjudaginn 11. sept. sl.

 

5.   Fundargerð síðasta fundar.

Samráðsnefnd sorpsamlaganna frá 27. júní 2012.

Úrgangsnefnd Sambands ísl. sveitarfélaga 3.09.2012

Lagðar fram og fundargerð síðasta stjórnarfundar sem var samþykkt.

 

6.   Önnur mál.

Engin.

 

Fundarritari: HBJ