70 – Sorpurðun Vesturlands

admin

70 – Sorpurðun Vesturlands

 

S Í M A F U N D U R

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands,  Borgarnesi, fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 12:00.

 

Símafundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. fimmtudaginn 29. mars 2012 kl. 12.  Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Friðrik Aspelund, Halla Steinólfsdóttir og Þröstur Ólafsson.  Einnig var Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri á fundinum.  Magnús Freyr Ólafsson boðaði forföll

 Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.       Kosning formanns og varaformanns.

2.       Lán til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

3.       Önnur mál.

 Kosning formanns og varaformanns.

Friðrik Aspelund, aldursforseti stjórnar, setti fund og óskaði eftir tillögum um formann.  Kristinn Jónasson kosinn formaður og Gyða Steinsdóttir varaformaður stjórnar.

 

Lán til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Samþykkt að lána allt að 11.000.000 kr. til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi,

kt. 610673-0239.  Lánstími 10 ár.  Vextir 5%.  Gjalddagar 1. jan. og 1. júlí ár hvert. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá lánveitingu til SSV. 

 

Önnur mál.

Rætt um umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að lögum um meðhöndlun úrgangs. Umsögnin, sem var send Umhverfisráðuneytinu, er vönduð og gagnleg.  Stjórn SV tekur undir umsögn Sambandsins.  Rætt um umsagnartíma stjórnarmanna við umsögnum sem þessum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:15.

HBJ