69 – Sorpurðun Vesturlands

admin

69 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands,  haldinn  á Hótel Hamri við Borgarnes, föstudaginn 9. mars 2012 kl. 12:00.

 

Mætt voru: Kristinn Jónasson, formaður, (KJ) BergurÞorgeirsson, (BÞ), Gyða Steinsdóttir, (GS), Þröstur Ólafsson, (ÞÓ), Magnús Freyr Ólafsson, (MFÓ), Sveinn Pálsson, (SV), og Friðrik Aspelund, (FA). Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, (HBJ), framkvæmdastjóri, sem einnig ritaði fundargerð

 

Formaður, setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar. 13. febrúar 2012.

Samþykkt.

 

2.   Undirbúningur aðalfundar.

Farið yfir starfsmenn fundarins. Samþykkt að setja Davíð Pétursson, Pál Brynjarsson og Þorvaldur Vestmann í uppstillingarnefnd. Jón Pálmi Pálsson fundarstjóri og Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.

 

3.   Staða lána og lausafé.

Framkvæmdastjóra falið að greiða upp lán félagsins.  Kr. 22.7 millj. kr.

 

4.   Gasmál og botnþétting.

Lögð fram áfangaskýra Ómars Bjarka Smárasonar jarðfræðings.

 

5.   Áhættumat

Vinna hafin við áhættumat. Framkvæmdastjóra falið að stilla upp tímaplani vegna endurnýjunar starfsleyfis en núgildandi starfsleyfi rennur út 12. ágúst n.k.

 

6.     Neyðaráætlun Norðurár bs. yfirlýsing

Lögð fram gögn varðandi gagnkvæmt samkomulag milli Sorpurðunar og Norðurár bs.

 

7.   Önnur mál.

TAIX.

Kynnt TAIX ferð til Evrópu sem gengur út á að afla þekkingar um metangasmyndun, söfnun eða annarra leiða til að draga úr myndun metans á urðunarstöðum.  Samþykkt að framkvæmdastjóri fari í þá ferð.

 

Rætt um verkefni Landbúnaðarháskólans en þar er í gangi rannsóknarverkefni/tilraunir með nýja tækni til framleiðslu og vinnslu metans úr lífrænum úrgangi.  Friðrik ræddi hvort ekki væri ástæða til að fylgjast með því verkefni.  Samþykkt.

 

Sveinn Pálsson þakkaði samstarf innan stjórnar en nýr fulltrúi mun taka í sæti í stjórn.

Bergur Þorgeirsson þakkaði samstarf innan stjórnar SV en hann hefur setið í stjórn frá 2002. 

Kristinn Jónasson þakkaði Sveini fyrir samstarfið.  Einnig þakkaði hann Bergi fyrir sérstaklega ánægjulegt samstarf en Bergur kom inn árið 2003 og hafa því Kristinn, Bergur og Hrefna starfað saman síðan þá.  Framkvæmdastjóri þakkaði einnig gott samstarf.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri