86 – SSV stjórn

admin

86 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV fimmtudaginn

16. febrúar 2012 kl. 13:00 á skrifstofu SSV.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson, formaður, Kristjana Hermannsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sigríður Bjarnadóttir, Hallfreður Vilhjálmsson, Bjarki Þorsteinsson og Lárus Hannesson, sem sat fundinn í forföllum Sigurborgar Kr.Hannesdóttur.  Einnig var mætt Halla Steinólfsdóttir, áheyrnarfulltrúi. Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson sátu fundinn.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár:

 

1.           Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt og undirrituð.

 

2.           Ársreikningur SSV 2011 og stjórnarlaun ársins 2011.

Samþykkt að gera ekki breytingar á stjórnarlaunum vegna ársins 2011.

 

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ársreikningi samtakanna fyrir árið 2011. Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga samtakanna.  Heildartekjur voru 65,8 millj. kr. Rekstrargjöld 67,7 millj. kr. Rekstrartap fyrir fjármagnsliði kr.1.926.218 kr.  Fjármunagjöld eru 64.439 kr.  Tap ársins kr. 1.990.657 kr.  Samkvæmt fjárhagsáætlun var áætlaður rekstrarhalli upp á 4.014.000 kr.

Ársreikningur samþykktur samhljóða.

Stjórn óskar eftir skriflegum rökstuðningi fyrir 1 millj. kr. afskrift hlutafjár í Vesturlandsstofa ehf.

 

3.           Málefni fatlaðra.

Þjónusturáð.  fundargerðir dags. 12.jan og 14.feb 2012.  Hótel Hamar, 18.01.2012

Formaður lagði til starfshóp sem skipaður yrði þeim:  Sveini Kristinsyni, Helgu Gunnarsdóttur,  Hrefnu B. Jónsdóttur, Bjarka Þorsteinssyni og Kristjönu Hermannsdóttur.

Lagt er til að haldinn verði einn fundur en umræddur hópur mun bera ábyrgð á lokavinnu við fyrirkomulag fjárhagsáætlana ársins 2012 og uppgjörs ársins 2011.

 

4.           Almenningssamgöngur

Gengið frá stofnun reikninga í Arionbanka með undirritun stjórnarmanna.

Ólafur gerði grein fyrir stöðu verkefnisins en frá og með 1. janúar sl. er haldið utanum verkefnið á skrifstofu SSV.  Samningar voru framlengdir óbreyttir við verktakann.   Upphæð samnings er 58.m.kr. Af þeirri upphæð eru 8.839.692 kr. eyrnamerktar almenningssamgöngum til Akraness.  13 m.kr. eyrnamerktar hlutdeild Vesturlands í leiðinni Reykjavík – Akureyri. 36.180.308 kr. eyrnamerktar öðrum akstri milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins, sem er aksturinn í Borgarnes, Snæfellsnes og Dali.

Samþykkt að fá Smára Ólafsson til að vinna að verkefninu á þeim grundvelli sem fram kemur í minnisblaði.

 

Samþykkt að leita eftir því við Strætó bs. að sjá um útboð og samskipti við verktaka.

 

Samþykkt að stofna vinnuhóp þar sem fulltrúum allra sveitarfélaga á Vesturlandi verði boðin þátttaka, aksturskostnaður verði greiddur fyrir aðila vinnuhóps.

 

5.           Húsnæðismál.

Lögð fram gögn varðandi kaup og/eða leigu á húsnæði VERKIS, Bjarnarbraut 8.

Formaður lagði til að þetta mál yrði skoðað. Framkvæmdastjóra falið að gera tilboð í eignina samkvæmt þeim gögnum sem lögð voru fram til stjórnar.

 

6.           Sóknaráætlun, samþykkt verkefni.

Kynnt verkefni sem samþykkt hafa verið innan Sóknaráætlunar.   Um er að ræða eflingu sveitarstjórnarstigsins og fjarskiptatækni.  Rætt um að láta hlutlausan fagaðila sem getur gert tillögur að úrbótum í fjarskiptamálum.  Ólafi falið að skoða kostnað við þá leið og falið að ræða við IRR um útfærslu verkefnisins. 

Rætt um hugmyndir að framhaldsvinnu við eflingu sveitarstjórnarstigsins. 

Starfsmönnum falið að gera þarfagreiningu og nánari útfærslu.  Skoða þann möguleika að fá erlenda(n) aðila til að kynna sér svæðið og haldið verði málþing í framhaldinu um möguleika á eflingu sveitarstjórnarstigsins.

 

7.           Eftirlit með starfsleyfisskyldum rekstri.

GS ræddi eftirlit með starfsleyfisskyldum rekstri og flutningi hans heim í hérað. Rætt um erindi sem send voru landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra.  Þess var óskað að ráðherrarnir beiti sér fyrir flutningi eftirlitsiðnaðar heim í héruð. 

 

Framkvæmdastjóra falið að senda fyrri erindi á þingmenn og spyrjast fyrir um hvað þokast í málinu síðan fyrri erindi voru send.

 

8.           Menningarsamningar.

a.    Menningarsamningur viðauki við menningarsamning.

Fyrir liggur viðbótarsamningur milli SSV og Menntamálaráðuneytisins um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Vesturlandi um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu.  SSV undrast skiptingu fjármagns á milli landshlutanna og sendir frá sér eftirfarandi bókun:

Stjórn SSV lýsir hér með vonbrigðum með úthlutun menntamálaráðherra á fjármagni til landshlutasamtakanna sem tengist safnliðum af fjárlögum.    Fyrir eru samningar tengdir viðburðum.  Nú er til umræðu viðbótarsamningur tengdur stofn- og rekstrarstyrkjum.  Hér er um tvö gjörólík verkefni að ræða.   Hið síðarnefnda er nú flutt til sveitarfélaganna af safnliðum fjárlaga og lýsir stjórn SSV undrun sinni yfir því að m.t.t. þess sé hægt að skipta fjármagni með sömu reiknireglu og fjármagni er skipt til menningarsamninga sem eru tengdir viðburðum.  Stjórn SSV bendir á að sú reikniregla hefur þótt ógegnsæ og því fengið verðskuldaða gagnrýni.

 

Samningur undirritaður en um er að ræða 10,3 millj.kr. sem veitt skal til að efla sérstaklega starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs.  Samningurinn gildir fyrir árin 2012 og 2013.

 

 

 

Fundargerðir

Fram lagðar fundargerðir Menningarráðs nr. 60. 61. 62. og 63. Allar frá jan – feb. 2012.

 

9.           Fundargerðir.

a.    Starfshópur um eflingu sveitarstjórnarstigsins 19.12.2011

b.    Sorpurðun Vesturlands hf. 16.12.11

c.    Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála frá 2. des..2011.

d.    Samráðsfundur sorpsamlaganna á SV-landi 24.01.2012

e.    Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 5.12.2011 og 16.01.2012

f.     SSNV 22.12.2011

g.    SASS 3. feb. 2012

h.   Vaxtarsamningur 19.12.2011.

Lagt fram

 

10.        Umsagnir þingmála.

a.    Tillaga til þingsályktunar um stefnu um beina erlenda fjárfestingu, 385. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0498.html

b.    Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 408. mál.

 http://www.althingi.is/altext/140/s/0589.html

c.    Frumvarp til laga um frávik vegan styrkja úr sjóði er fjármagnaðar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins, 376. mál.

 http://www.althingi.is/altext/140/s/0452.html

d.    Frumvarp til laga um menningarminjar. 316. mál.

       http://www.althingi.is/altext/140/s/0370.html

e.    Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs folks til ársins 2014, 440. mál

http://www.althingi.is/altext/140/s/0682.html

f.     Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda) 202 mál.

g.    Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða(þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur), 408. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0589.html

h.   frumvarp til laga um  varnir gegn mengun hafs og stranda, 375. mál.

   http://www.althingi.is/altext/140/s/0451.html

i.     Tillaga til þingsályktunar m fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 – 2014, 343. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html

j.     Frumvarp til laga  um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál.

 http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html

k.      Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun  2011-2022 393. mál.

          http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html

l.     Tillaga til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 – 2022, 342 mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html

m.  Tillaga til þingsályktunar fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343. mál.

   http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html

Umsagnir sem varða samgönguáætlanir og fjarskiptaáætlanir verða til umfjöllunar samgöngunefndar SSV mánudaginn 20. feb. n.k.

 

11.        Önnur mál.

 

a.    Markaðsstofa Vesturlands.

Samþykkt að leggja 2.500.000 kr. til Markaðsstofunnar.

 

b.    Erindi Þorleifs Gunnlaugssonar

Lagt fram.  Framkvæmdastjóri sagði frá ráðstefnu um ,,Eflingu sveitarstjórnarstigsins“ sem haldin var á Akureyri 10. feb. sl.  Nefndin, sem Þorleifur Gunnlaugsson, veitti formennsku, skilaði formlega af sér.  Fram kom að það er horft til landshlutasamtaka með mörg verkefni.

 

c.    TAIX

Framkvæmdastjóri kynnti möguleika SSV á þátttöku í TAIX verkefni sem gengur út á að efla þekkingu á byggðamálum Evrópusambandsins.

 

d.   Guðrún Bergmann.

Lagt fram og kynnt.

 

e.    Magntölur úrgangs í Fíflholtum 2011.

Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar um magn úrgangs til urðunar í Fíflholti.

 

f.     Ályktun frá SSA. 22.01.2012. Framtíð Keflavíkurflugvallar.

Lagt fram.

 

g.    Evópuverkefni – velferðarverkefni.

Formaður greindi frá hugmyndum sem ræddar hefðu verið á vettvangi  samtaka sveitarfélaga frá Suðurnesjum til Vestfjarða, Rauða kross deilda á svæðinu og einstakra sveitarfélaga um sameiginleg verkefni á sviði velferðar og þjónustu við þá hópa sem höllum fæti standa. Hann greindi frá því að hugmyndin væri að sækja um styrki til samfélagssjóða í Evrópu í þessu skyni, en málið væri enn á algjöru umræðustigi. Mikill áhugi væri meðal ofangreindra aðila á að kanna málin til hlítar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.

Fundaritari: Hrefna B. Jónsdóttir.