6 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

6 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Innrimel 3, 301 Akranes

kt. 550399-2299

 

  

FUNDARGERÐ

6. AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Miðvikudaginn 13. maí 2009 kl: 13:45  var aðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn  að Hótel Búðum á Snæfellsnesi.

 

Mætt voru:

Stjórnarmenn:

Finnbogi Rögnvaldsson

Rósa Guðmundsdóttir

Sigrún  H. Guðmundsdóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir

Gísli S. Einarsson

 

Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð:

Ása Helgadóttir Hvalfjarðarsveit

Jón Lúðvíkssson Snæfellsbæ

Starfsmenn: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

Finnbogi Rögnvaldsson formaður nefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

 

  1. Skýrsla formanns Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2008.

Formaður fór yfir skýrslu nefndarinnar fyrir árið 2008.

Skýrslan framlögð á fundinum.

 

  1. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2008

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári.

Skýrslan framlögð á fundinum.

 

  1. Ársreikningar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2008

Framkvæmdastjóri fór lykiltölur í ársreikningi 2008 í  rekstri eftirlitsins.

Ársreikningar framlagðir.

Umræður um skýrslu formanns og skýrslu heilbrigðiseftirlits fóru fram samhliða umræðum um ársreikning.

Formaður benti á í sambandi við rekstur eftirlitsins að sveitarfélögin ættu að sjá um reksturinn í stað þess að HeV væri að taka skuldabréf til að auka handbært fé. Einnig kom fram í máli formanns að  miðað við stöðu mála í efnahagslífi almennt í dag að betra væri að nefndin ætti eigin bíla í stað þess að hafa þá á rekstarleigu.

Nokkrar umræður fóru fram almennt um ársskýrslu og ársreikning, m.a um starfsmannamál, innheimtukostnað vegna starfsleyfa, hugmynd um heimsóknir heilbrigðisnefndar í fyrirtæki  á Vesturlandi og fleira.

 

Engar athugasemdir komu fram við ársreikning.

Reikningar samþykktir.

 

 

  1. Fundarslit.

Formaður Heilbrigðisnefndar Vesturlands þakkaði fundarmönnum fundarsetu og sleit fundi.

 

Fundi slitið kl: 14:50