6 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

6 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

7. AÐALFUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Miðvikudaginn 23. júní 2010 kl: 14  var aðalfundur  Heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn í Leifsbúð í Búðardal.

 

Mætt voru:
Stjórnarmenn:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún  H. Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir

 

Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð:
Sigrún H. Guðmundsdóttir frá Snæfellsbæ
Eyþór Garðarson frá Grundarfirði
Jón Pálmi Pálsson frá Akranesi
Jökull Helgason frá Borgarbyggð
Gyða Steinsdóttir frá Stykkihólmi.

Starfsmenn: Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

Finnbogi Rögnvaldsson formaður nefndar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.

 

1. Skýrsla stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2009.
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2009.
Skýrslan framlögð.
Formaður lagði til að umræður um skýrslu stjórnar færu fram samhliða umræðu um skýrlsu framkvæmdastjóra HeV og ársreikning 2009 eftir 3. lið dagskrár. Tillagan samþykkt.


2. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2009
Framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði í starfi Heilbrigðiseftirlits á síðasta ári.
Skýrslan framlögð.


3. Ársreikningar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2009
Framkvæmdastjóri fór helstu lykiltölur í ársreikningi 2009.
Ársreikningar framlagðir.

Umræður um skýrslu stjórnar og skýrslu heilbrigðiseftirlits. Engar athugasemdir komu fram. Formaður lagði til að ársreikningar yrðu samþykktir. Samþykkt.

 

 

4. Kosning í Heilbrigðisnefnd 2010-2014.
Formaður óskaði eftir tilnefningu fundarmanna vegna nýrra stjórnarmanna.

Kosnir voru í stjórn :

Aðalmenn:
Jón Pálmi Pálsson, Akranesi, formaður
Rún Halldórsdóttir, Akranesi
Eyþór Garðarson, Grundarfirði
Sigrún Guðmundsdóttir, Snæfellsbæ, varaformaður.
Dagbjartur Arilíusson, Borgarbyggð

 

Jón Rafn Högnason, fulltrúi atvinnurekenda

Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúrvernda nefnda.

 

Varamenn:
Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit
Erla Þorvaldsdóttir, Akranesi
Gyða Steinsdóttir, Stykkishólmi
Halla Steinólfsdóttir, oddviti Dalabyggðar
Davíð Pétursson,  oddviti Skorradalshreppi

 

Trausti Gylfason, fulltrúi atvinnurekenda.

 

Röð varamanna hér að ofan er  í samræmi við röð aðalmanna.

 

5. Fundarslit.
Fráfarandi formaður Heilbrigðisnefndar Vesturlands þakkaði fundarmönnum samstarfið og sleit fundi.

Fundi slitið kl: 14:50