23 – SSV samgöngunefnd

admin

23 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð

 

Samgöngunefnd SSV

Fundur á skrifstofu SSV 26. ágúst 2008 kl. 16:30.

 

Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV þriðjudaginn 26. ágúst 2008 kl. 16:30.  Mætt voru: Davíð Pétursson, Kristinn Jónasson, Finnbogi Leifsson, Guðmundur Vésteinsson, Gunnólfur Lárusson, Sigríður Jónsdóttir.  Einnig sat fundinn Sigríður Finsen, formaður SSV og  Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SSV.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.

 

1.      Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.

Samgönguáætlun sem er í gildi er frá árinu 2007 – 2010. Við endurskoðun verður lögð fram vegaáætlun frá 2009 – 2012.  Magnús Valur lagði fram myndrænt efni um helstu verkefni sem unnin verða og hafa verið unnin á árinu og fylgdi því efni eftir.    

 

Rætt um umferðaröryggismál í tengslum við leiðara sem setja á meðfram fyllingu við Borgarfjarðarbrú.  Magnús sagði öryggismál vera orðin forgangsmál og leiðarar væru mikilvægt tæki í eflingu öryggismálanna.

 

2.      Undirbúningur fyrir aðalfundi SSV sem haldinn verður 18. september 2008.

Sigríður Finsen sagði frá umræðum sem urðu á stjórnarfundi SSV fyrr um daginn.  Þar var rædd  hugmynd um vinnu að framtíðarsýn í samgöngumálum á Vesturlandi og hvort SSV gæti staðið fyrir slíkri vinnu.  Einkum er rætt um styttingar á leiðum og bættar samgöngur milli svæða.  Ólafur Sveinsson og Vífill Karlsson hafa fundað með fulltrúum frá Vergagerðinni sem hafa tekið vel í þetta verkefni.  ÓS var falið að vinna áfram að verkefninu.  Verkefninu var almennt fagnað þó benti Finnbogi Leifsson á það að þó gott væri að tala um styttingu leiða þá sætu eftir tengivegir sem væru afar slæmir og fjöldi fólks þyrfti að keyra daglega. 

Fram kom að Skógarstrandarleið er komin inn á langtímaáætlun.

 

Magnús Valur sagði frá því að stytting vegar um Snæfellsnes nr. 54 væri ekkert á næstunni en umræðan hefði borist Vegagerðinni.  Hins vegar væri Grunnafjarðarleiðin í skoðun hjá Vegagerðinni. 

 

Farið yfir ályktarnir sem lagðar verða fyrir aðalfund SSV þann 18. sept. n.k. í Dalabyggð.

 

Samþykkt að fá Jónas Snæbjörnsson, umdæmisverkfræðing Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, á fund með nefndinni og ræða vegtengingar sunnan Hvalfjarðarganga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.