Útlönd standa með Vesturlandi

VífillFréttir

Í síðusutu viku var sagt frá því hér að 39 fleiri hafi flutt frá Vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins en frá höfuðborgarsvæðinu til Vesturlands árið 2016, kallað flutningsjöfnuður. Ef dregin er upp sambærileg mynd fyrir Vesturland gagnvart öðrum landsvæðum ásamt útlöndum kemur í ljós að 152 fleiri flytja frá útlöndum til Vesturlands en frá Vesturlandi til útlanda árið 2016 (rauður ferill/lína). Þessi þróun hefur verið Vesturlandi hagfelld frá árinu 2009 eftir mikinn samdrátt og hraðan árið 2007-2008. Í tölunum eru bæði útlendingar og Íslendinga. Flutningsjöfnuður var óhagstæður Vesturlandi gagnvart höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum árið 2016. Þessar tölur og  fleiri má sjá á heimasíðu SSV undir „skemmtileg tölfræði“. Þangað kemstu með því að smella hér og beint á þessar tölur með því að smella hér. Þar er bæði lengra tímabil (1986-2016) og fleiri landsvæði en hér eru sýnd. Sá sem skoðar síðuna getur valið tímabil með því að hreyfa bilslánna efst í myndinni og fellt út landsvæði með því að smella á heiti þeirra í upptalningunni neðan við myndina. Síðan má bæði prenta myndina eða kalla fram tölurnar með því að smella á hringlaga hnapp í hægra horni myndarinnar efst.