Þrjú verkefni hlutu öndvegisstyrk

SSVFréttir

Í júní auglýsti Uppbyggingarsjóður Vesturlands eftir góðum viðskiptahugmyndum en ákveðið var að veita áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 20 m.kr. styrk. Alls bárust 18 umsóknir og valdi úthlutunarnefnd 4 umsóknir sem fengu 500.000 kr. styrk til að klára heildstæða viðskiptaáætlun fyrir sín verkefni. Um miðjan ágúst bárust síðan inn viðskiptaáætlanir fyrir verkefnin fjögur.  Úthlutunarnefnd fundaði í september og varð niðurstaðan að veita þremur verkefnum styrk.

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarverkefna. Þetta er hins vegar í annað skipti sem sjóðurinn úthlutar öndvegisstyrkjum sem alla jafna eru veglegir styrkir og þeir umsækjendur sem eru með áhugaverðustu hugmyndirnar fá tækifæri til þess að vinna þær lengra áður en kemur til endanlegrar úthlutunar.

Þau verkefni sem hlutu styrk voru:

VERKEFNI UMSÆKJANDI STYRKUR
Upplifunargarður í Borgarnesi Upplifunargarður ehf. 7.300.000
Xtra boost heilsuhristingar Ávaxtabíllinn ehf. 5.000.000
Svæðismörkun Snæfellsnes Svæðisgarður Snæfellsness ses. 5.700.000