Tæknimessa í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

SSVFréttir

Fimmtudaginn 9 nóvember verður haldin Tæknimessa í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi (FVA).

Á Tæknimessu mun FVA kynna iðnnámsbrautir skólans, auk þess sem ýmis fyrirtæki sem starfa á Vesturlandi kynna starfsemi sína.                                                                          Öllum nemendum í 8, 9 og 10 bekk í grunnskólum á Vesturlandi er boðið í heimsókn  og má búast við því að um 650 nemendur heimsæki Tæknimessuna.                    Nemendur munu auk þess heimsækja fyrirtækið Skagann 3x sem nýverið hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands.                                                                                                        Markmiðið með Tæknimessunni er að kynna iðnnám og þau tækifæri sem felast í tækni- og iðnstörfum fyrir grunnskólanemum og                                                                 leitast þannig við að fjölga iðnnemum  og vel menntuðum iðnarmönnum á Vesturlandi.

Tæknimessan er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands um nýsköpun, frumkvöðla og tæknimenntun og fjármögnuð í gegnum verkefnið.

Hlédís Sveinsdóttir er verkefnisstjóri messunnar og hefur stýrt undirbúningi í nánu samstarfi við FVA, grunnskóla á Vesturlandi og atvinnulífið á svæðinu.