Sældarhagkerfið og byggðamál: Náttúrugæði og val um búsetu?

VífillFréttir

Í haust flutti Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV, erindi sem hann kallaði „Sældarhagkerfið og byggðamál: Að hvað miklu leyti hafa umhverfisþættir áhrif á ákvörðun um búsetuval einstaklinga?“. Erindið var flutt á Byggðaráðstefnu Byggðastofnunar sem var í Stykkishólmi. Þar sagði hann frá frumniðurstöðum rannsóknar sinnar sem fjallar um það að hve miklu leyti umhverfisþættir eins og náttúrugæði, friðsæld og fleira hefðu áhrif á hvar menn byggju á landinu. Einnig er þar til skoðunar hversu misstórt hlutverk umhverfisþættir leika í ákvörðunartöku einstaklinga um búsetu. Hér má finna tengil inn á erindið í fullri lengd (smellið hér).