Öndvegisverkefni á Vesturlandi

SSVFréttir

 

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir góðum viðskiptahugmyndum

 

Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita afar áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 14 m.kr. styrk.
Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, sem hefur skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi eða menningu þess, ásamt því að skapa störf og verðmæti.

Ferli umsóknar verður með þeim hætti að skila þarf inn hugmyndalýsingu til stjórnar Uppbyggingarsjóðs Vesturlands á netfangið ssv@ssv.is  fyrir 10 október n.k. Þar þarf að koma fram á 2-3 blaðsíðum, lýsing á hugmyndinni, gróf áætlun um hversu mörg störf verkefnið geti skapað, hversu mikla fjárfestingu sé um að ræða og áætlaða tímasetningu framkvæmda.

Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands mun velja úr allt að fjórar umsóknir og veita þeim styrk að upphæð 500 þús. kr. til að ljúka við gerð viðskiptaáætlunar.
Skilafrestur endanlegrar viðskiptaáætlunar verður síðan 15. nóvember n.k. og niðurstöður um styrkveitingar kynntar í desember 2017.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Guðmundsdóttir atvinnuráðgjafi, netfang olof@ssv.is eða í síma 898-0247/ 433-2310.