Aukið fjármagn til eflingar ferðaþjónustu í Sóknaráætlun Vesturlands

SSVFréttir

Á stjórnarfundi SSV þann 18. mars sl. var rætt um viðbrögð sveitarfélaga á Vesturlandi og viðbrögð SSV við kórónaveirunni.  Stjórn samþykkti að hækka fjárveitingu til áhersluverkefnis Sóknaráætlunar Vesturlands um Eflingu ferðaþjónustu um kr. 6.000.000.  Auk þess samþykkti stjórn SSV tillögu Vesturlandsstofu um að þjónustugjald samstarfsaðila Vesturlandsstofu lækki úr 50.þús.kr. og verði kr.15.þús. árið 2020.

Á vef Skessuhorns má sjá ítarlegt viðtal við Margréti Björk Björnsdóttur um viðbrögð Markaðsstofu Vesturlands vegna Covid-19.

Hraunfossar