Ályktun stjórnar SSV um vegabætur á Kjalarnesi

SSVFréttir

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi tekur undir málflutning þeirra aðila sem hafa
vakið athygli á ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og nauðsyn á tvöföldun vegarins.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi áréttar bókun sína frá Haustþingi 2017 þar sem
segir um Vesturlandsveg „ Tvöföldun vegar á Kjalarnesi er óhjákvæmileg framkvæmd vegna
aukinnar umferðar og öryggis vegfarenda m.a. vegna fjölgunar ferðamanna. Samkvæmt
vegáætlun á verkefnið að hefjast árið 2018 og er nauðsynlegt að svo verði. Þá er mikilvægt
að hefja nú þegar undirbúning að veglínu og framkvæmdaáætlun um endurbætur á Þjóðvegi
1 um Hvalfjarðarsveit í Borgarnes. Því skorar Haustþing SSV 2017 á stjórnvöld að hefja þegar
í stað vinnu við tvöföldun vegar frá Reykjavík í Borgarnes og að framkvæmdum verði lokið á
næstu átta árum.