Mótvægisaðgerðir – Efling atvinnuþróunar og nýsköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Samkvæmt fjáraukalögum 2007 á að verja 100 milljónum króna til sérstakra átaksverkefna á sviði atvinnuuppbyggingar til skilgreindra nýsköpunar og þróunarverkefna á þeim svæðum sem verða fyrir mestum samdrætti vegna minni þorskaflaheimilda. Einnig er fyrirhugað að í fjárlögum ársins 2009 verði 100 milljónir sem ráðstafað verður á sama hátt.

Um getur verið að ræða styrk og/eða hlutafé. Hámarks upphæð er 8 milljónir, þó ekki hærri en 50% af samþykktum kostnaði.

Umsækjendur senda umsóknir til atvinnuþróunarfélaga, umsóknareyðublöð og leiðbeiningar eru á heimasíðum Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélagana.

Byggðastofnun skilgreinir markmið, áherslur og matsþætti, tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu og tekur við áfanga- og lokaskýrslu.

Atvinnuþróunarfélögin taka við umsóknum og meta hvort þær falli undir markmið, skilgreiningar og áherslur. Umsögn og mat atvinnuþróunarfélagana miðast við skilgreinda og samræmda matsþætti.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublaðið hérna, en einnig er hægt að nálgast það ásamt nánari upplýsingum hérna til vinstri á síðunni.


Markmið verkefnisins: Sérstakt átaksverkefni á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar á þeim svæðum sem verða fyrir mestum samdrætti vegna minni þorskaflaheimilda.

Skilgreining á styrkhæfum svæðum: Sveitarfélög og eyjar þar sem hlutfall starfa í veiðum og vinnslu er 10% eða hærra

Styrkfjárhæð: Styrkir geta verið allt að 50% af viðurkenndum heildarkostnaði verkefnisins. Hámarksstuðningur er 8 milljónir króna.

Hlutafjárupphæð: Hlutafé getur að hámarki verið 50% af heildarhlutafé, þó aldrei hærri upphæð en 8 milljónir.

Áherslur: Nýsköpun, þróunarverkefni eða endurnýjun í starfandi fyrirtækjum, sköpun nýrra framtíðarstarfa í sjálfbærum atvinnugreinum. Áhersla á arðsemi og hve hratt störf skapast og vaxtar- og útrásarskilyrði og hverjir markaðsmöguleikar eru.

Markhópur: Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir á skilgreindu stuðningssvæði

Skilgreining á verkefnum:

· Verkefnið sé nýsköpunar- eða þróunarverkefni

· Verkefnið sé atvinnuskapandi

· Viðskiptahugmyndin sé arðsöm

· Verkefnið skili vel skilgreindri afurð og mæti markaðslegum þörfum.

Styrkur/hlutafé verða veitt til :

· Stofnkostnaðar annars en kaup/bygging húsnæði, vélum og tækjum.

· Þróunarkostnaðar á vöru og/eða þjónustu

· Markaðssetningar á vöru og/eða þjónustu

Mat á umsóknum:

Umsóknir eru metnar af matsnefnd skipaðri fulltrúum atvinnuþróunarfélaganna, Byggðastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar. Matsnefnd skipuð fjórum aðilum fer yfir umsóknir og gerir tillögur um hvaða verkefni verði studd. Matið byggist eingöngu á þeim gögnum sem umsækjandi leggur fram og er þá miðað við eftirfarandi:

· Hvort viðskiptahugmyndin er líkleg til að skila arði.

· Nýnæmi verkefnisins, á landsvísu/svæðisbundið.

· Hvað verkefnið skapar mörg störf.

· Hve fljótt störfin verða til.

· Hvort þörf er fyrir vöruna/þjónustuna á markaðinum og hvort samkeppnisforsendur er til staðar.

· Hvort markmið eru raunhæf og vinnuferlar skýrir.

· Hvort kostnaðaráætlun er trúverðug.

· Hvort stuðningur er líklegur til að skila árangri.

· Að verkefnið hafi ekki fengið opinbera styrki sem eru yfir viðmiðum Evrópusambandsins[1]

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Eftirfylgni:

Byggðastofnun gerir samning við styrkþega, sem skilar áfangaskýrslu og lokaskýrslu til Byggðastofnunar, Ártorgi 1 550 Sauðárkróki. Í skýrslunum þurfa að koma fram upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við áætlanir í umsókninni. Umsækjandi þarf að skilgreina árangursmælikvarða fyrir verkefnið sem hægt er að leggja til grundvallar við mat á árangri. Almennir mælikvarðar eru; fjöldi nýrra starfa, laun á starfsmann, framleiðsluverðmæti og hagnaður af starfseminni.

Styrkur er greiddur út eftir framvindu verkefnisins. Helmingur styrksins er greiddur samkvæmt framvísun reikninga frá umsækjanda/verkefnisstjóra og þegar áfangaskýrsla liggur fyrir og síðari helmingur á sama hátt þegar lokaskýrslu hefur verið skilað til Byggðastofnunar.

Hlutafé er greitt út þegar umsókn hefur verið samþykkt.

Hefjist verkefni ekki innan þriggja mánaða frá því samþykkt liggur fyrir fellur styrkveiting/hlutafjárloforð sjálfkrafa úr gildi.

Byggðastofnun getur gert sjálfstæða úttekt á þeim verkefnum sem eru studd. Umsækjandi, verkefnisstjóri og/eða aðrir þátttakendur þurfa að gera grein fyrir verkefnum sínum, komi til slíkrar úttektar sem nær til verkefna þeirra.

Nánari upplýsingar veita:

Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur, www.byggdastofnun.is sími: 455-5400

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi www.ssv.is sími: 437-1318

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður www.atvest.is sími: 450-3000

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga, www.ssnv.is sími 455-2510

Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Skipagata 9, 600 Akureyri, www.afe.is sími: 460-5700

Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík, www.atting.is sími: 464-0415

Þróunarfélag Austurlands, Miðvangi 2, 700 Egilsstöðum, www.austur.is sími: 471-2545

Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss, www.sudur.is sími: 480-8210

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Fitjum, 260 Njarðvík, www.sss.is sími 421-3788



[1] Skv. minniháttar reglunni ,,de minimis aid“ samtals hærri en 100.000 Evrur að meðtöldum þeim styrk sem sótt er um. Undanskyldir eru samkvæmt styrkreglum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt eru t.d. rannsóknarstyrkir úr Vísinda- og Rannsóknarsjóði og Vöruþróunar- og markaðsstyrkir Nýsköpunarsjóðs.