Ályktun stjórnar SSV um Landbúnaðarstofnun.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var 12. apríl sl. samþykkti stjórn eftir farandi ályktun.

,,Stjórn SSV fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra um Landbúnaðarstofnun, þar sem stefnt er að faglegri stjónrsýslustofnun í landbúnaði. Stjórnin minnir á að á Hvanneyri í Borgarfirði slær hjarta íslensks landbúnaðar og telur augljóst að hin nýja landbúnaðarstofnun verði staðsett þar í sambýli við Landbúnaðarháskóla Íslands og margar aðrar fagstofnanir landbúnaðarins.

Það yrði því mikill akkur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands og það háskólasamfélag sem starfrækt er á Hvanneyri að fá stofnun sem þessa á staðinn.

Með því myndi landbúnaðarráðherra styðja enn frekar við hið góða starf sem nú fer fram á Hvanneyri.“