Stjórnarfundur SSV ályktar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórnarfundur SSV sem haldinn var 18. júní sl. samþykkti eftirfarandi ályktun:
“Af gefnu tilefni samþykkir stjórn SSV eftirfarandi. Stjórn SSV lítur þannig á að kostnaður vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu falli alfarið á ríkissjóð. Benda má á í þessu sambandi ályktun fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í apríl 2004 sem telur óásættanlegt að fjármagn fylgi ekki stjórnvaldsákvörðunum sem leiða til kostnaðarauka fyrir sveitarfélög.”