124 umsóknir bárust í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð rann út 17. nóvember s.l.  Alls bárust 124 umsóknir að þessu sinni og var óskað eftir samtals 176 m.kr. en til úthlutunar eru 60 mkr. fyrir árið 2021.

Um er að ræða fyrri úthlutun 2021 en sjóðurinn úthlutar tvisvar á ári. Í fyrri úthlutun er verið að úthluta til bæði atvinnu- og nýsköpunarverkefna og menningarverkefna en í seinni úthlutun erverið að úthluta til atvinnu- og nýsköpunarverkefna.

Framundan er yfirferð umsóknar hjá fagráði og úthlutunarnefnd og er stefnt að því að svör berist til umsækjenda seinni partinn í desember og að úthlutunarhátíð geti farið fram í janúar 2021.