Barnamenningarhátíð á Akranesi fær styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands

SSVFréttir

Í ár var ákveðið að styrkja Barnamenningarhátíð á Akranesi með framlagi úr Sóknaráætlun Vesturlands. Undanfarin ár hafa barnamenningarhátíðir í landshlutanum verið styrktar með þessum hætti, en það var í fyrsta skipti gert árið 2017. Síðast var hátíðin haldin í Reykholti í Borgarfirði og þar á undan á Snæfellsnesi með góðum árangri. Samkvæmt Menningarstefnu Vesturlands 2016-2019 er lögð áhersla á að …

Ráðstefna: Sameiningar sveitarfélaga – Dagskrá

SSVFréttir

Fimmtudaginn 12. mars n.k. verður haldin ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun hún standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Eggert Kjartansson, formaður SSV mun opna ráðstefnuna og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands flytur ávarp. Að því loknu verður rætt um reynslu af sameiningum sveitarfélaga og svo hvernig sé hægt að sporna við því að jaðarbyggðir …

Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga

SSVFréttir

SSV mun standa fyrir ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga fimmtudaginn 12. mars n.k. Ráðstefnan verður haldin á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Sveitarstjórnarfólk, fræðimenn og fleiri munu vera með erindi á ráðstefnunni og Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála mun ávarpa ráðstefnuna. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar í vikunni.    

Stjórn SSV fjallar um opinber störf á Vesturlandi

SSVFréttir

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi  í síðustu viku voru til umræðu opinber störf í landshlutanum. Rætt var um opinber störf á Vesturlandi með hliðsjón af hagvísi sem Vífill Karlsson hagfræðingur SSV tók saman.  Jafnframt var rætt um tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni, í tillögu ráðherra eru Vestfirðir, Norðurland og Austurland skilgreind sem landsbyggð en …

Styrkveitingar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Síðastliðinn föstudag var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Það var sérstaklega ánægjulegt hvað margir mættu en það var húsfyllir og margt um manninn. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október s.l. og bárust 142 umsóknir að þessu sinni sem er metfjöldi umsókna. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina. Þá tók Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar SSV við og …

Styrkir til atvinnumála kvenna

SSVFréttir

Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2020 lausa til umsóknar. Ert þú með góða hugmynd? Auglýsing Auglýsing english  

Þrjú verkefni af Vesturlandi á Eyrarrósarlistanum 2020

SSVFréttir

Í gær var Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður en alls bárust 25 umsóknir í ár. Eyrarrósin er nú veitt í sextánda sinn og er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Sex verkefni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann í ár og þrjú þeirra eru af Vesturlandi og hafa þau öll hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands undanfarin ár. SSV óskar aðstandendum þessara glæsilegu hátíða innilega …

Stafræn framþróun sveitarfélaga

SSVFréttir

Síðast liðinn miðvikudag hélt Samband íslenskra sveitarfélaga(Sambandið) í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi(SSV) áhugaverða kynningu um stafræna framþróun í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi. Fyrirlesari var Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin á Vesturlandi sendu sína fulltrúa á fyrirlesturinn og SSV sendi einnig fulltrúa. Tilgangur þess að bjóða sveitarfélögum upp á þessa kynningu er að …

Ungmennaráð Vesturlands tekur til starfa

SSVFréttir

Samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007 skulu sveitarfélög á landinu hafa starfrækt ungmennaráð. Í Velferðarstefnu Vesturlands kemur jafnframt fram að stofnað skuli vera Ungmennaráð Vesturlands (hér eftir UV). Ráðið er skipað einum fulltrúa frá þeim sveitarfélögum sem hafa skipað ungmennaráð eða fulltrúa ungmenna. Með ráðinu starfa tveir fulltrúar æskulýðsmála á Vesturlandi. Þá situr verkefnastjóri velferðarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í ráðinu …

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í október s.l. Alls bárust 142 umsóknir. Úthlutunarnefnd ákvað á fundi sínum 22. janúar s.l. að úthluta samtals kr. 43.585.000 til 98 verkefna. Úthlutunarhátíð sjóðsins verður haldin í Félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit föstudaginn 7. febrúar og hefst kl. 14:00.