Skipulag um loftslag, landslag og lýðheilsu

SSV Fréttir

Kynningar- og samráðsfundur um gerð landsskipulagsstefnu í Hjálmakletti Borgarnesi 18. mars 2019 kl. 15-17. Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Lýsing Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl …

„Að sækja vatnið yfir lækinn“ ráðstefna

SSV Fréttir

Það styttist í ráðstefnuna „Að sækja vatnið yfir lækinn“ sem er tileinkuð nýsköpun og atvinnulífi og á erindi við alla sem búa og starfa á Vesturlandi. Kynnið ykkur dagskrána og skráið ykkur á viðburðinn inni á www.akranes.is/ Dagskrá má finna hér. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Hvers vegna ættu ríkisstofnanir að vera utan höfuðborgarsvæðisins?

Vífill Fréttir

22. febrúar sl. flutti Vífill Karlsson erindi um það hvers vegna ríkisstofnanir ættu að vera utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var á ráðstefnunni Ríkisstofnun úti á landi – búbót eða basl? sem Landmælingar Íslands efndu til í tilefni af 20. ára flutningsafmælis þeirra upp á Akranes. Þar sagði Vífill að þrátt fyrir áform ráðamanna um annað hafi hið opinbera vaxið mjög hratt …

Stjórn SSV skorar á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða afstöðu sína

SSV Fréttir

Á fundi stjórnar SSV nýverið var rætt um um biðlista eftir hjúkrunarrýmum og fjölgun þeirra við dvalar- og hjúkrunarheimili á Vesturlandi.  Þá var sérstaklega rætt um höfnun Heilbrigðisráðuneytisins á erindum Brákarhlíðar í Borgarnesi og Höfða á Akranesi um fjölgun rýma.  Stjórn SSV bókaði eftirfarandi: Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skorar á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða afstöðu sína til erinda hjúkrunar- og …

Fjármál sveitarfélaga

SSV Fréttir

Meirihluti vestlenskra sveitarfélaga kemur vel út í nýrri samantekt sem SSV birtir í dag. Ef horft er til allra sveitarfélaga á Vesturlandi þá liggur fjárhagslegur styrkur vestlenskra sveitarfélaga helst í hagfelldum skatttekjum, veltufé frá rekstri og skuldastöðu. Veikleikinn felst aðallega í háum launakostnaði og óhagstæðri íbúaþróun. Sveitarfélög á sunnanverðu Vesturlandi komu betur út í þessum samanburði en þau sem eru …

Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi

Vífill Fréttir

Í dag kom út skýrslan landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi. Meðal niðurstaðna er að rekstrartekjur landbúnaðar á Íslandi voru 73,2 ma.kr. árið 2017 og höfðu aukist um 13 ma.kr. frá 2008 að raungildi. Sé horft til skiptingar rekstrartekna eftir landshlutum er landbúnaður stærstur á Suðurlandi um 28% og næst stærstur á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum eða 16% á …

Velferðarstefna Vesturlands

SSV Fréttir

Þessa dagana hafa drög að Velferðarstefnu Vesturlands verið til umsagnar hjá sveitarfélögunum og öðrum hagaðilum á Vesturlandi.  Umsagnarferlinu mun ljúka í febrúar.  Hér er hægt að nálgast drögin Velferðarstefna Vesturlands drög

Áfangastaðaáætlun Vesturlands var birt í gær

SSV Fréttir

Áfangastaðaáætlun Vesturlands var birt í gær og af því tilefni afhenti Margrét Björk Björnsdóttir verkefnisstjóri ÁSÁ ferðamálastjóra eintak af áætluninni. Sjá nánar frétt á vef Ferðamálastofu Skýrsluna má finna hér    

Tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi þolir enga bið

SSV Fréttir

Á fundi stjórnar SSV í gær var rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vesturlandsveg á Kjalarnesi.  Stjórn SSV bókaði eftirfarandi vegna þessa: Í samgönguáætlun Vesturlands sem samþykkt var af sveitarfélögunum árið 2017 kom fram að þung áhersla var lögð á tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi.  Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa fylgt þessu eftir með íbúafundum, ályktunum, samtölum við forsvarsmenn samgöngumála og gerð sjónvarpsefnis.  …