Akranesviti talin ein besta ferðauppgötvun ársins

SSV Fréttir

Ferðablaðamenn breska tímaritsins Guardian fara fögrum orðum um Akranesvita í nýrri grein, „The best travel discoveries of 2018: chosen by Guardian writers“. Þar telja þeir Akranesvita meðal tólf bestu uppgötvana í ferðamennsku árið 2018. Blaðamaðurinn Robert Hull segir frá heimsókn sinni á Akranes. Á meðan félagi hans einbeitti sér að myndatökum með Akrafjall og Esjuna í baksýn, þá gekk hann …

Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu

SSV Fréttir

Annað árið í röð hefur Vesturland hlotið viðurkenningu hjá tímaritinu Luxury Travel Guide. Árið 2017 var það valið sem myndrænasti áfangastaður Evrópu en árið 2018 sem vetraráfangastaður Evrópu, eða; ,,Winter Destination of Europe 2018“. Tímaritið sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. „Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar …

Stjórn SSV ályktar um veggjöld

SSV Fréttir

Á fundi sínum 12. desember s.l. samþykkti stjórn SSV samhljóða svohljóðandi ályktun um veggjöld. „Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar áformum um að notuð verði veggjöld til að fjármagna stórfelldar og nauðsynlegar samgöngubætur sem fyrirhugaðar eru á næstu árum.  Með innheimtu veggjalda er einnig hægt að fjármagna átak til uppbyggingar á leiðum á Vesturlandi eins og Uxahryggjum, Skógarströnd og fjölmörgum …

Sældarhagkerfið og byggðamál: Náttúrugæði og val um búsetu?

Vífill Fréttir

Í haust flutti Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV, erindi sem hann kallaði „Sældarhagkerfið og byggðamál: Að hvað miklu leyti hafa umhverfisþættir áhrif á ákvörðun um búsetuval einstaklinga?“. Erindið var flutt á Byggðaráðstefnu Byggðastofnunar sem var í Stykkishólmi. Þar sagði hann frá frumniðurstöðum rannsóknar sinnar sem fjallar um það að hve miklu leyti umhverfisþættir eins og náttúrugæði, friðsæld og fleira hefðu …

Snæfellsbær hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018

SSV Fréttir

Snæfellsbær hlaut á dögunum Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir verkefnið „Bjarnarfoss í Staðarsveit – aðgengi fyrir alla allt árið“. Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrúninni upp af Búðum á Snæfellsnesi. Verkið var unnið á árunum 2015 – 2016 og er gott dæmi um hvernig heimafólk og sveitarfélag, með liðsinni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hafa unnið faglega að uppbyggingu áningarstaðar þar sem …

Niðurstöður íbúakönnunar nú á pólsku og ensku

Vífill Fréttir

Samtök sveitarfélaga í flestum landshlutum stóðu fyrir gerð íbúakönnunar árin 2016 og 2017. Hún var að þessu sinni þýdd á pólsku og ensku til að ná til útlendinga búsetta hérlendis. Í dag voru settar meginniðurstöður hennar fram á pólsku (slóð inn hér) og ensku (slóð inn hér) þar sem afstaða útlendinga sem búa á Íslandi er tekin sérstaklega út og borin …