Öll él birtir um síðir

Vífill Fréttir

Í dag kom út skýrslan „Öll él birtir upp um síðir“. Tilgangur skýrslunnar var að reyna að greina hvaða búsetuskilyrði væru líklegust til að ýta undir flutning fólks úr sveitum. Það var gert með því að bera saman ánægju íbúa í sveitum með ýmis búsetuskilyrði við ánægju íbúa á þéttbýlisstöðum. Þegar svörunum var skipt upp á milli þessara aðila, kom …

Ríkisstörf á Vesturlandi – nýr Hagvísir

Vífill Fréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og ber hann titilinn ríkisstörf á Vesturlandi. Aðal viðfangsefni þessa Hagvísis var að skoða ríkisstörf og staðsetningu þeirra, þróun til sex ára og hversu mörg þau voru sem hlutfall af íbúatölu hvers þeirra. Þegar horft var til landshluta kom Vesturland verst út þegar horft var til fjölda ríkisstarfa á íbúa. Innan Vesturlands voru …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum

SSV Fréttir

VIÐ VEKJUM ATHYGLI Á LENGDUM UMSÓKNARFRESTI  Vegna veðurs og rafmagnstruflana sem hafa sett strik í reikninginn á ákveðnum svæðum á Vesturlandi var tekin sú ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn.   FARA Á UMSÓKNARGÁTT AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR VERKLAGS- OG ÚTHLUTUNARREGLUR

Vegaúttekt á Vesturlandi

SSV Fréttir

Út er komin úttekt Ólafs Guðmundssonar um ástand vega á Vesturlandi. Úttektin var kynnt á fundum um samgöngumál sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi stóð fyrir í október s.l. Ólafur er ráðgjafi og hefur um árabil annast EuroRap öryggismat á vegakerfinu á Íslandi. Fundir voru haldnir í Borgarnesi, Dalabyggð, Hvalfjarðarsveit og Stykkishólmi. Hér má nálgast úttektina: Vegaúttekt á Vesturlandi  

Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024

SSV Fréttir

Við kynnum „Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024“ en hún er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun Vesturlands byggir á fimm grunnþáttum; velferð, umhverfi, samgöngur, menning og atvinna. Þá voru allir þessir grunnþættir tengdir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í áætluninni eru sett fram skýr mælanleg markmið og áherslur sem verða …