G.RUN hlýtur Nýsköpunarverðlaun SSV

SSVFréttir

Í gær voru Nýsköpunarverðlaun SSV veitt á Nýsköpunardegi SSV. Það var fyrirtækið G.Run sem fékk verðlaunin þetta árið og er það vel að því komið. G.Run á rætur að rekja til ársins 1947, en hefur starfað í núverandi mynd frá því árið 1974.  Þetta er miðlungsstórt sjávarútvegsfyrirtæki á landsvísu sem rekur útgerð og bolfiskvinnslu.  Hjá fyrirtækinu starfa 85 manns. Í …

Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir á Nýsköpunardegi SSV

SSVFréttir

Í gær var haldin hátíðlegur Nýsköpunardagur SSV í Tónbergi, húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi þar sem Nýsköpunarverðlaun Vesturlands voru afhent ásamt 18 styrkjum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina en byrjað var á því að veita styrki til þeirra 18 verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni úr Uppbyggingarsjóðnum til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Alls voru veittir styrkir …

SSV hlýtur styrki til uppbyggingar Vínlandsseturs í Dalabyggð og eflingu Gestastofu Snæfellsness

SSVFréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 120 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bárust 26 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlaut tvo styrki en það var annars …

Kynning á áfangastaðaáætlunum

SSVFréttir

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16. Við gerð áfangastaðaáætlana var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna sem fóru með verkefnisstjórn á sínum svæðum. Áfangastaðaáætlanirnar eru því sjö talsins og á kynningarfundinum munu verkefnisstjórarnir kynna helstu niðurstöður hvers svæðis. Á eftir kynningunum verður tími fyrir spurningar og …

Samantekt á rekstri sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi

SSVFréttir

Að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vann Deloitte samantekt um rekstur sjávarútvegsfélaga í Norðvesturkjördæmi á árinu 2016 og 2017. Hér má lesa skýrsluna: https://ssv.is/wp-content/uploads/2018/10/Deloitte-%C3%BAttekt-%C3%A1-rekstri-sj%C3%A1var%C3%BAtvegs-%C3%AD-nor%C3%B0vesturkj%C3%B6rd%C3%A6mi.pdf    

Haustráðstefna um byggingarúrgang

SSVFréttir

Haustráðstefna um byggingarúrgang er samvinnuverkefni milli FENÚR, Grænni byggðar og Samtaka iðnaðarins. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.00 – 16.30. Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf. Umfang byggingariðnaðar hefur vaxið mikið undanfarin ár. Verkefnin eru fjölmörg, m.a. við nýbyggingar, endurbætur og niðurrif. Við alla þessa byggingarstarfsemi myndast mikið magn af byggingarúrgangi. Hver er staðan …

Byggðaráðstefnan 2018

SSVFréttir

Byggðaráðstefnan 2018 var haldin 16. og 17. október á Fosshótel Stykkishólmi. Byggðaráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 2014 en henni er ætlað að vera vettvangur nýrra rannsókna, reynslu af hagnýtu starfi og umræðu um stefnumótun í stjórnsýslu og stjórnmálum. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar „Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúruvernd farið saman?“ Að …

Fjármálaráðstefnan 2018

SSVFréttir

Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna, sem haldin er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga á hverju hausti, fór fram á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu á fimmtudag og föstudag í síðustu viku, 11. – 12. október. Meginþema ráðstefnunnar að þessu sinni var að ræða frá ýmsum hliðum verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, ásamt þeim gráu svæðum sem óskýr verkaskipting leiðir til í opinberri þjónustu. Fjármálaráðstefnan er fjölmennasti …