Vinna við ferðaleiðir um Borgarfjörð

SSVFréttir

Vinna er hafin við gerð ferðaleiðar um Borgarfjörð. Nú köllum við eftir þátttöku íbúa, fyrirtækja og velunnara svæðisins í þessari fyrstu spurningakönnun sem send er út um svæðið sem ferðaleiðin tengist. Tilgangur þessarar könnunar er að fanga anda Borgarfjarðar og finna sérstöðu hans og einkenni. Á þeim gögnum sem safnast í könnuninni byggjum við þemu leiðarinnar og ímynd. Verkefnið er …

Nýtt skipurit Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV)

SSVFréttir

Á fundi stjórnar SSV nýverið var samþykkt nýtt skipurit fyrir samtökin og hefur verið unnið að innleiðingu þess undanfarið.  Megin breytingin felst í því að Markaðsstofa Vesturlands sameinast SSV og verða því til tvö svið, annars vegar atvinnuþróun og hins vegur áfangastaðurinn.  Eftir sem áður verður Markaðsstofan í sérstöku hlutafélagi og í gegnum það verða öll markaðsverkefni fyrir ferðaþjónustuna rekin.  …

Markaðsstofan á ferðinni næstu daga

SSVFréttir

Markaðsstofan ætlar að eiga samtal við  ferðaþjónustuna á Vesturlandi á næstu dögum. Allir velkomnir Hér að neðan má sjá dagskrá: Miðvikudaginn 13. maí 2020 – Snæfellsnes Kl. 10:00 – Breiðablik/Gestastofa Snæfellsness Kl. 13:00 – Sker í Ólafsvík Kl. 15:00 – Kaffi 59 í Grundarfirði Kl. 17:00 – Bókasafnið í Stykkishólmi Fimmtudaginn 14. maí 2020 – Dalir og Borgarbyggð Kl. 13:00 …

Námskeið í þjóðbúningasaum

SSVFréttir

Átthagastofa Snæfellsbæjar hélt á dögunum námskeið í þjóðbúningasaum. Það var Margrét Vigfúsdóttir sem átti frumkvæði af námskeiðinu og fékk það styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Hér má sjá níu manna hópinn sem útskrifaðist af námskeiðinu stilla sér upp til myndatöku að námskeiðinu loknu ásamt kennurum. Frétt á vef Skessuhorns

Kynning á verkefnum Markaðsstofu Vesturlands

SSVFréttir

Þriðjudaginn 12. maí kl. 11:00-12:00 mun Markaðsstofa Vesturlands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi streyma kynningum á þeim verkefnum sem verið er að vinna að til eflingar ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Dagskrá: ➣ 11.00 – Inngangur – Efling ferðaþjónustu á Vesturlandi – verkefni MV – Maggý forstöðumaður MV ➣ 11:10 – Samstarfsverkefni í markaðsmálum – kynning Tjarnargatan framleiðslustofa ➣ 11:20 – Ferðaleiðir …

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi ályktar um stöðvun veiða á grásleppu

SSVFréttir

Ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi vegna fyrirvaralausrar stöðvunar veiða á grásleppu. Send til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Hafrannsóknarstofnunar og atvinnuveganefndar alþingis. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) mótmæla harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra að stöðva fyrirvaralaust veiðar á grásleppu frá 3. maí s.l. og taka þar undir ályktanir sem einstök sveitarfélög og fyrirtæki hafa sent ráðherra og atvinnuveganefnd alþingis. Á …

Byggðaráðstefnan 2020 – kallað eftir erindum

SSVFréttir

Byggðaráðstefnan 2020 verður haldin dagana 13.-14. október n.k. á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er: Menntun án staðsetningar? Framtíð menntunar í byggðum landsins. Kallað er eftir erindum á ráðstefnuna og hægt að senda tillögur að fyrirlestri til Byggðastofnunar sjá nánar: Byggðaráðstefnan 2020 – kallað eftir erindum    

Vefnámskeið í apríl fyrir íbúa á Vesturlandi

SSVFréttir

Við viljum vekja athygli á námskeiðum sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi stendur fyrir í apríl en þau standa til boða fyrir íbúa á Vesturlandi þeim að kostnaðarlausu. Það eru Kjölur, stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Akraness, Landsmennt, fræðslusjóður ásamt Samtökum sveitarfélag á Vesturlandi sem styrkja þessa námskeiðaröð og bjóða íbúum á Vesturlandi fría þátttöku. Kynnið ykkur málið inn á simenntun.is …