Færniþörf fyrirtækja

VífillFréttir

Fyrirtæki á landsbyggðinni vantar fólk með ýmsa færni sem fæst ekki endilega í skólakerfinu. Tæplega 20% þeirra telja svo vera. Fólk sem hefur frumkvæði (sjálfstæð vinnubrögð), hæfileika til að selja (sölumennska) og almenna tölvufærni eru oftast nefnd. Fólk með starfsreynslu og hæfni í mannlegum samskiptum eru eiginleikar sem koma svo fast á hæla þeirra. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd …

Menntunarþörf fyrirtækja

VífillFréttir

Þörf fyrirtækja á landsbyggðinni fyrir menntað vinnuafl hefur verið meiri en búist mátti við eða um fjórðungur (25%) allra fyrirtækja taldi sig þurfa að ráða fólk með menntun að baki. Mest var þörfin fyrir iðnmenntun og þá sérstaklega trésmiði, kokka og bifvélavirkja. Af fólki með háskólamenntun var mest þörfin fyrir viðskiptafræðinga og markaðsfræðinga. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem …

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

SSVFréttir

Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.  Markaðsstofur landshlutanna, MAS, ýta á fimmtudaginn úr vör samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu …

Sumarlokun SSV

SSVFréttir

Skrifstofa SSV verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með miðvikudeginum 15. júlí, opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst.  

Akraneskaupstaður og Brim stofna þróunarfélag

SSVFréttir

Akraneskaupstaður og Brim hafa tekið höndum saman og stofnað sameiginlegt þróunarfélag. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Niðurstaðan er stofnun þróunarfélags um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. SSV er í hópi aðila sem hafa lýst yfir vilja til að eiga samstarf um að á Akranesi …

Menntun fyrir störf framtíðarinnar

SSVFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar, með stuðningi Sóknaráætlunar Vesturlands, hélt þann 19. maí 2020 stafræna ráðstefnu undir yfirskriftinni “Menntun fyrir störf framtíðarinnar”. Hvernig ætlum við að undirbúa nemendur, skólakerfið og fyrirtækin fyrir hraðar breytingar næstu ára og hefur COVID-19 flýtt þessum breytingum? Nú eru öll erindi ráðstefnunnar aðgegnileg á YouTube síðu skólans. Við hvetjum alla til hlusta á þau frábæru erindi sem fram …