Landshlutaskiptingar frá landnámi til okkar daga

SSVFréttir

Á dögunum fjallaði þátturinn Landinn á RÚV um landshlutaskiptingu frá landnámi til okkar daga og hvaða hlutverki hún gegnir. Landshlutasamtökin eru hagsmunasamtök sveitarfélaganna og er mikið af samstarfi sveitarfélaga byggt upp í kringum þau. Í gegnum tíðina hafa landshlutasamtökin tekið við mörgum verkefnum sem hentar að vinna í stærri einingum. Hér má sjá þáttinn í fullri lengd en umfjöllun um …

Vel sótt netkynning um Áfangastaðaáætlun Vesturlands

SSVFréttir

Í gær, fimmtudaginn 12. nóvember stóðu SSV og Markaðsstofa Vesturlands fyrir netkynningu á áfangastaðaverkefnum sem unnin hafa verið samkvæmt áherslum og aðgerðaráætlun í Áfangastaðaáætun Vesturlands(ÁSÁ.Vest.) 2018 – 2020. Einnig var sagt frá áherslum í næstu áfangastaðaáætlun og vinnu við gerð nýrrar aðgerðaráætun fyrir landshlutann fyrir árin 2021-2023. Margar hugmyndir sem settar voru fram í aðgerðaáætlun ÁSÁ.Vest. 2018 hafa orðið að …

Rafræn netkynning á Áfangastaðaáætlun Vesturlands

SSVFréttir

Nú stendur yfir vinna við endurnýjun Áfangastaðaáætlunnar Vesturlands og forgangsröðun verkefna í aðgerðaráætlun fyrir árin 2021 – 2023. Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember verður rafræn netkynning á verkefninu og Áfangastaðaáætlun Vesturlands kynnt. Einnig verður sagt frá þeim áhersluverkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðin ár samkvæmt Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018 -2020. Á meðan fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar …

Rafrænt og vel heppnað Haustþing SSV

SSVFréttir

Haustþing SSV var haldið 16. október síðast liðinn í fjarfundi. Þingið átti upphaflega að vera í Árbliki í Dalabyggð þennan dag en sökum samkomutakmarkana þurfti að færa það á netið. Þingið heppnaðist mjög vel og var ánægja með framkvæmdina þó svo að flestir hefðu frekað kosið að hittast vestur í Dölum. Þemað í ár var „staðsetning opinberra starfa á vegum …

Staðsetning ríkisstarfa

SSVFréttir

Á haustþingi SSV sem fór fram 16. október s.l. var staðsetning ríkisstarfa sérstakt umræðuefni.  Frummælendur voru;  Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Hólmfríður Sveinsdóttir formaður stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál og sérfræðingur í samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu, Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs og Vífill Karlsson hagfræðingur og atvinnuráðgjafi SSV.  Eftir inngangserindi frummælenda hófust pallborðsumræður sem Hlédís Sveinsdóttir stýrði.  Kristján Gauti blaðamaður á Skessuhorni …

Nýr hagvísir um fasteignamarkaðinn

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og ber hann titilinn fasteignamarkaður á Vesturlandi 2020. Aðal viðfangsefni þessa Hagvísis er að skoða stöðuna á fasteignamarkaði á Vesturlands og þróun. Leitað var vísbendinga um framboð og eftirspurn íbúða á Vesturlandi og innan þess. Stuðst var m.a. við nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um íbúðir til sölu og nýbyggingar. Þá var …

Gefum hvort öðru gleði og góða upplifun

SSVFréttir

Núna er skammdegið allsráðandi, en jólin nálgast og því kjörið að tendra ljós, horfa fram á veg og hugsa um hvernig við getum glatt hvort annað og glaðst saman á aðventunni og yfir jólahátíðina. Markaðsstofa Vesturlands vill auðvelda landanum jólagjafainnkaupin með því að taka saman og kynna ýmis tilboð og gjafabréf sem eru í boði hjá ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi. Með …

Fjarkynning menningarfulltrúa um Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna stóð Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni. Fjarkynningin fjallaði um hvernig á að bera sig að og svaraði hann spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV. Hér má nálgast upptöku af fjarkynningunni. Jafnframt er hægt að …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

SSVFréttir

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir til menningarmála Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála Allar upplýsingar um sjóðinn má …